Tölum um lýðheilsu Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 22. apríl 2023 09:31 Félagslegur ójöfnuður í heilsu er hugtak sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags- og efnahagslega stöðu búa við verri heilsu. Þetta mynstur má rekja til þeirrar félagslegu stöðu sem að fólk býr við og er afleiðing póltíkur sem ekki hefur tekist að tryggja félagslegan jöfnuð. Á Íslandi er staðan sú að grunnskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn lifa að meðaltali 4-5 árum styttra en háskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn. Hjá konum er mynstrið slíkt að grunnskólamenntaðar íslenskumælandi konur lifa að meðaltali 3-4 árum skemur en kynsystur þeirra með háskólamenntun. Þá má ætla að þessi munur er líklegast meiri en hér er lýst þar sem eina greiningin sem átt hefur sér stað er frá gögnum sem safnað var árið 2017 og nær einungis til íslenskumælandi Íslendinga. Þá hafa erlend og íslensk gögn sýnt fram á að kórónuveirufaraldurinn ýtti undir þennan mun. Þá er vert að hafa í huga að 16% af þeim sem hér búa eru með erlendan bakgrunn og margir hverjir hafa ekki tök á að læra íslensku. Snorri Másson orðaði það nokkuð vel á Rás 2 í gærmorgun þegar hann lýsti því að á Íslandi væru að myndast tveir hópar, einhversskonar yfirstétt sem talaði íslensku og hefði aðgang að samfélaginu og svo lágstétt sem að talað væri um en ekki við. Þessi félagslegi ójöfnuður sem að hann lýsti, skilar sér út í heilsufar. Talandi um Ríkisútvarpið þá sýndi Kveikur í vikunni fólk sem býr beinlínis við aðstæður sem ógnar heilsu þeirra. Formaður samtaka leigjenda var ekki hissa á myndefninu sem fram kom í þættinum og sagðist fá slíkar fréttir vikulega. Það að búa við aðstæður þar sem þú færð illt í öndunarveginn á að vera heima hjá þér er mjög, mjög stórt lýðheilsumál. Sá einstaklingur sem býr við slíkar aðstæður er varla móttækilegur til þess að kíkja í ræktina til þess að líða betur eða mála svefnherbergið sitt svart til að bæta svefngæðin? Ástæðurnar fyrir slæmum svefni batna að öllum líkindum ekki við slíkar gjörðir. En er svarið þá ekki bara að mennta fleira fólk til að draga úr heilsubresti? Tjah menntun er bara ein leið til þess að mæla þennan ójöfnuð og það geta heldur ekki allir verið sérfræðingar hjá hinu opinbera er það? Er það réttlætanleg staða að þeir sem ekki hafa tök á að mennta sig lifi styttra en þeir sem hafa tök á því? Það gæti reynst okkur erfiðlega að mennta mikið af fólki þegar þriðjungur drengja sem útskrifast úr íslenskum grunnskólum geta ekki lesið sér til gagns. Þá sýndi skýrsla um brotfall úr framhaldsskólum að sú breyta sem mest hefur áhrif á hvort að ungmenni klári framhaldsskóla er menntun foreldra þeirra. Við 16 ára aldur eru 9 af hverjum 10 ungmennum sem eiga íslenska foreldra skráð í framhaldsskóla en þegar kemur að ungmennun sem eiga foreldra af erlendum uppruna eru 7 af hverjum 10 skráð í framhaldsskóla. Þegar staðan var könnuð þremur árum seinna voru 7 af hverjum 10 ungmennum sem áttu íslenska foreldra enn í framhaldsskóla en einungis 2 af hverjum 10 sem áttu foreldra með erlendan bakgrunn. Íslenskir karlmenn sem einungis lokið hafa grunnskólagöngu eru 2,8 sinnum líklegri til þess að meta líkamlega heilsu sína slæma og 2,1 sinnum líklegri til þess að meta andlega heilsu sína slæma og þar af leiðandi líka líklegri til þess að þurfa á velferðar- og heilbrigðisþjónustu að halda. Við skulum vona að hann sé bara með líkamlega kvilla en ekki andlega þar sem hann hefur að öllum líkindum ekki efni á að sækja sér sálfræðþjónustu þar sem hana er helst að finna, í einkageiranum. Þá er hann einnig tvöfalt líklegri til þess að reykja en háskólamenntaður karlmaður, það er ekki vegna þess að hann veit ekki að það sé skaðlegt að reykja. Þegar við tölum um lýðheilsu, af hverju á það alltaf til að enda í umræðu um íþróttaiðkun(sem vissulega hefur heilsufarslegan ávinning), í öfgakenndum „heilsuráðum“, eða í ábyrgð heilbrigðiskerfisins á stöðu mála eða ábyrgð þeirra í að gera eitthvað í þessu? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð yfirvalda að skapa aðstæður þar sem fólk upplifir að það hafi getu til þess að huga að eigin heilsu? Af hverju snýst umræðan um lýðheilsu ekki um ábyrgð ríkis, sveitarfélaga, atvinnurekenda og stéttarfélaga að tryggja það að fólk læri íslensku á vinnutíma og þeim að kostnaðarlausu? Af hverju snýst hún ekki um að það sé heilsuspillandi að bjóða fólki upp á húsnæðismarkaðinn eins og hann er í dag? Af hverju snýst hún ekki um að bæta loftgæði, með að draga úr bílaumferð til þess að draga úr loftmengun, sem drepur hátt í 60 manns á ári á Íslandi? Af hverju snýst hún ekki um það að í velferðarríkinu Íslandi er fólk í fæðingarorlofi tekjuskert akkúrat þegar útgjöld fólks aukast, meira að segja þeir sem eru á lægstu laununum? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð valdhafa að skapa aðstæður þar sem að foreldrar hafa orku og tíma í að elda hollan mat fyrir börnin sín og setja mörk um skjánotkun? Af hverju snýst hún ekki um að bæta aðstæður í leikskólum svo að leikskólakennarar geti lagt mikilvægan grunn að góðum málþroska fyrir öll börn sem gerir þeim síðan kleift að sækja sér menntun á fullorðinsárum? Af hverju snýst hún ekki um að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst og gerir öllum kleift að huga að eigin heilsu? Munurinn á heilsufari fólks felst ekki í því hvort að fólk andi einungis með nefinu, hvort það borði lífrænt í öll mál eða hvort það svelti sig svo tímum skiptir. Munurinn felst heldur ekki í því að þeir sem búa við verri heilsu viti ekki að epli sé hollara en snickers og að vatn sé hollara en pepsi max. Hann felst í þeim mun á félagslegum aðstæðum sem fólk býr við og heilbrigðiskerfið getur lítið gert í þeim málum. Sá munur er að miklu leyti í höndum hins opinbera, og opinber gögn um heilsufar Íslendinga benda til þess að hægt sé að gera betur. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Félagslegur ójöfnuður í heilsu er hugtak sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags- og efnahagslega stöðu búa við verri heilsu. Þetta mynstur má rekja til þeirrar félagslegu stöðu sem að fólk býr við og er afleiðing póltíkur sem ekki hefur tekist að tryggja félagslegan jöfnuð. Á Íslandi er staðan sú að grunnskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn lifa að meðaltali 4-5 árum styttra en háskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn. Hjá konum er mynstrið slíkt að grunnskólamenntaðar íslenskumælandi konur lifa að meðaltali 3-4 árum skemur en kynsystur þeirra með háskólamenntun. Þá má ætla að þessi munur er líklegast meiri en hér er lýst þar sem eina greiningin sem átt hefur sér stað er frá gögnum sem safnað var árið 2017 og nær einungis til íslenskumælandi Íslendinga. Þá hafa erlend og íslensk gögn sýnt fram á að kórónuveirufaraldurinn ýtti undir þennan mun. Þá er vert að hafa í huga að 16% af þeim sem hér búa eru með erlendan bakgrunn og margir hverjir hafa ekki tök á að læra íslensku. Snorri Másson orðaði það nokkuð vel á Rás 2 í gærmorgun þegar hann lýsti því að á Íslandi væru að myndast tveir hópar, einhversskonar yfirstétt sem talaði íslensku og hefði aðgang að samfélaginu og svo lágstétt sem að talað væri um en ekki við. Þessi félagslegi ójöfnuður sem að hann lýsti, skilar sér út í heilsufar. Talandi um Ríkisútvarpið þá sýndi Kveikur í vikunni fólk sem býr beinlínis við aðstæður sem ógnar heilsu þeirra. Formaður samtaka leigjenda var ekki hissa á myndefninu sem fram kom í þættinum og sagðist fá slíkar fréttir vikulega. Það að búa við aðstæður þar sem þú færð illt í öndunarveginn á að vera heima hjá þér er mjög, mjög stórt lýðheilsumál. Sá einstaklingur sem býr við slíkar aðstæður er varla móttækilegur til þess að kíkja í ræktina til þess að líða betur eða mála svefnherbergið sitt svart til að bæta svefngæðin? Ástæðurnar fyrir slæmum svefni batna að öllum líkindum ekki við slíkar gjörðir. En er svarið þá ekki bara að mennta fleira fólk til að draga úr heilsubresti? Tjah menntun er bara ein leið til þess að mæla þennan ójöfnuð og það geta heldur ekki allir verið sérfræðingar hjá hinu opinbera er það? Er það réttlætanleg staða að þeir sem ekki hafa tök á að mennta sig lifi styttra en þeir sem hafa tök á því? Það gæti reynst okkur erfiðlega að mennta mikið af fólki þegar þriðjungur drengja sem útskrifast úr íslenskum grunnskólum geta ekki lesið sér til gagns. Þá sýndi skýrsla um brotfall úr framhaldsskólum að sú breyta sem mest hefur áhrif á hvort að ungmenni klári framhaldsskóla er menntun foreldra þeirra. Við 16 ára aldur eru 9 af hverjum 10 ungmennum sem eiga íslenska foreldra skráð í framhaldsskóla en þegar kemur að ungmennun sem eiga foreldra af erlendum uppruna eru 7 af hverjum 10 skráð í framhaldsskóla. Þegar staðan var könnuð þremur árum seinna voru 7 af hverjum 10 ungmennum sem áttu íslenska foreldra enn í framhaldsskóla en einungis 2 af hverjum 10 sem áttu foreldra með erlendan bakgrunn. Íslenskir karlmenn sem einungis lokið hafa grunnskólagöngu eru 2,8 sinnum líklegri til þess að meta líkamlega heilsu sína slæma og 2,1 sinnum líklegri til þess að meta andlega heilsu sína slæma og þar af leiðandi líka líklegri til þess að þurfa á velferðar- og heilbrigðisþjónustu að halda. Við skulum vona að hann sé bara með líkamlega kvilla en ekki andlega þar sem hann hefur að öllum líkindum ekki efni á að sækja sér sálfræðþjónustu þar sem hana er helst að finna, í einkageiranum. Þá er hann einnig tvöfalt líklegri til þess að reykja en háskólamenntaður karlmaður, það er ekki vegna þess að hann veit ekki að það sé skaðlegt að reykja. Þegar við tölum um lýðheilsu, af hverju á það alltaf til að enda í umræðu um íþróttaiðkun(sem vissulega hefur heilsufarslegan ávinning), í öfgakenndum „heilsuráðum“, eða í ábyrgð heilbrigðiskerfisins á stöðu mála eða ábyrgð þeirra í að gera eitthvað í þessu? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð yfirvalda að skapa aðstæður þar sem fólk upplifir að það hafi getu til þess að huga að eigin heilsu? Af hverju snýst umræðan um lýðheilsu ekki um ábyrgð ríkis, sveitarfélaga, atvinnurekenda og stéttarfélaga að tryggja það að fólk læri íslensku á vinnutíma og þeim að kostnaðarlausu? Af hverju snýst hún ekki um að það sé heilsuspillandi að bjóða fólki upp á húsnæðismarkaðinn eins og hann er í dag? Af hverju snýst hún ekki um að bæta loftgæði, með að draga úr bílaumferð til þess að draga úr loftmengun, sem drepur hátt í 60 manns á ári á Íslandi? Af hverju snýst hún ekki um það að í velferðarríkinu Íslandi er fólk í fæðingarorlofi tekjuskert akkúrat þegar útgjöld fólks aukast, meira að segja þeir sem eru á lægstu laununum? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð valdhafa að skapa aðstæður þar sem að foreldrar hafa orku og tíma í að elda hollan mat fyrir börnin sín og setja mörk um skjánotkun? Af hverju snýst hún ekki um að bæta aðstæður í leikskólum svo að leikskólakennarar geti lagt mikilvægan grunn að góðum málþroska fyrir öll börn sem gerir þeim síðan kleift að sækja sér menntun á fullorðinsárum? Af hverju snýst hún ekki um að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst og gerir öllum kleift að huga að eigin heilsu? Munurinn á heilsufari fólks felst ekki í því hvort að fólk andi einungis með nefinu, hvort það borði lífrænt í öll mál eða hvort það svelti sig svo tímum skiptir. Munurinn felst heldur ekki í því að þeir sem búa við verri heilsu viti ekki að epli sé hollara en snickers og að vatn sé hollara en pepsi max. Hann felst í þeim mun á félagslegum aðstæðum sem fólk býr við og heilbrigðiskerfið getur lítið gert í þeim málum. Sá munur er að miklu leyti í höndum hins opinbera, og opinber gögn um heilsufar Íslendinga benda til þess að hægt sé að gera betur. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar