Raab segir af sér vegna ásakana undirmanna um einelti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 10:30 Raab var ráðherra í ríkisstjórnum Sunak, May og Johnson. epa/Neil Hall Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan eru niðurstöður rannsóknar á ásökunum fjölda undirmanna hans um einelti og áreiti. Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“. Bretland Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“.
Bretland Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira