Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 16:06 Þórdís Kolbrún leggur áherslu á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í NATO í ljósi tíðinda af njósnum rússneskra skipa á norrænu hafsvæði. vísir/vilhelm „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur. Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur.
Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31