Rangfærslur allsráðandi í umræðu um umdeilt frumvarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 12:37 Þórdís Kolbrún mælti fyrir frumvarpinu í gær. vísir/vilhelm Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs. Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum. Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum.
Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira