Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2023 08:35 Andrew Lester (t.h.) er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl í tvígang á fimmtudagskvöld. Yarl fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Vísir/AP/samsett Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent