Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 07:01 Blóðsýni eru tekin tvisvar á ári úr björnunum, þegar þeir eru í dvala og þegar þeir eru virkir. Högskolen in innlandet Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf. Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf.
Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira