Meira en heildartekjur ríkissjóðs Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 11:30 Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun