Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 15:34 Nokkrar vikur eru síðan Guðlaugur skipaði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, annan þingmann Sjálfstæðisflokksins, formann starfshóps varðandi orkuskipti. Guðlaugur treystir á þá Ásmund og Guðrúnu í orkumálum. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu
Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira