Þekkir þú þitt fjárhagslega björgunarnet? Erna Guðmundsdóttir skrifar 14. apríl 2023 09:01 - Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
- Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf.
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar