Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 19:12 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum hafi ekki verið sú að snjómokstur taki mið af snjómagni. Vísir/Arnar/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. „Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni. Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
„Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni.
Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira