„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Bjarki Sigurðsson skrifar 11. apríl 2023 14:16 Jón Ingvar Pálsson var forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá 2009 til 2021. Aðsend/Vísir/Tryggvi Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. Fyrir páska var Innheimtustofnun sveitarfélaga (IS) dæmd til að greiða starfsmanni rúmar nítján milljónir króna vegna kynbundins launamunar hjá stofnuninni. Nafn stofnunarinnar var ekki tiltekið fyrst um sinn í dómnum en Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar stofnunarinnar, staðfesti í samtali við Vísi að IS væri stofnunin sem ætti í hlut. Sagði hún að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Í apríl á síðasta ári var þáverandi forstjóra IS, Jóni Ingvari Pálssyni, og Braga Axel Rúnarssyni, forstöðumanni þar, sagt upp. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í yfirlýsingu sem Jón Ingvar sendi á fjölmiðla í dag segist hann ekki hafa átt neina aðkomu að dómsmálinu. Honum þyki það furðulegt að hann sé gerður að blóraböggli þegar hann var ekki einu sinni kallaður til sem vitni í málinu. „Það stenst enga skoðun að vera talinn höfuðpaur í málinu án þess að vera látinn gera grein fyrir máli mínu. Þá er tímasetning frétta af málinu varla tilviljunum háð. Dómur var uppkveðinn í mars, en fyrst nú í apríl birtur með tilheyrandi flugeldasýningu, á sama tíma og ég hef stefnt stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga fyrir dóm til þess að sækja bætur sem mér ber úr hendi þeirra, vegna brota þeirra á starfsréttindum mínum,“ segir í yfirlýsingunni. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. mars og birtur á vef dómstólanna um viku síðar sem er ekki óalgengt hvað varðar vinnubrögð hjá héraðsdómi. Þar spilar mögulega inn í að dómurinn var nafnhreinsaður sem tekur tíma hjá starfsfólki dómstólanna. Jón Ingvar hefur einnig kvartað til Persónuverndar vegna IS en hann segir stofnunina hafa flett sér upp með ólöglegum hætti í gagnakerfum Skattsins. Þá hafi hann vitneskju um að nöfnum átta annarra einstaklinga hafi verið flett upp að tilefnislausu. Niðurstaðan kom á óvart Hann segir niðurstöðu héraðsdóms í launamálinu hafa komið sér á óvart þar sem hann taldi víst að þessi niðurstaða kæmi aldrei til greina ef rýnt hefði verið í staðreyndir málsins. Því sé það honum nauðugt að gera það í yfirlýsingunni. Á hans tíma hafi fjórir lögfræðingar starfað hjá IS. „Tilviljun réð því að 2 karlkyns lögfræðingar, sem eru báðir með lögmannsréttindi og taka launahækkunum m.a. samkvæmt því voru fyrir í störfum er ég tók við starfi mínu. Voru þeir báðir með um 20 ára starfsreynslu hjá stofnuninni er ég lét af störfum. Hinir 2 voru kvenkyns lögfræðingar, án lögmannsréttinda á þeim tíma sem skiptir máli og störfuðu í mun skemmri tíma, þannig með mun styttri starfsreynslu en hinir tveir,“ segir í yfirlýsingunni. Hann spyr hvort nýútskrifaður einstaklingur geti krafist sömu launa og aðili með tuttugu ára reynslu, óháð kyni. Stjórnendur hafi ekki komið nálægt launamálum Jón Ingvar segir kjarasamningsumboð fyrir IS hafa verið, og enn vera, í höndum kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Því hafi stjórnendur IS aldrei komið nálægt gerð kjarasamninga við starfsfólk sitt. „Ný stjórn, að undirlagi SÍS og Innviðaráðuneytis, hefur lagt sig í líma við að koma höggi á fyrri stjórnendur IS með ýmsum bolabrögðum. Hefur ný stjórn engan veginn litið í eigin barm, hvorki varðandi aðferðir né mannskap þar innanborðs. Getur hver sem vill skoðað þann hóp, einnig þann sem sagði sig frá stjórnarsetu fljótlega eftir skipun. Svo skemmtilega vill til að aðfarir þessar hafa leitt til þess að IS eða arftaki þess er undir fullri stjórn og ákvörðunarvaldi ákveðins stjórnmálaflokks, sem kórónað var nú með ráðningu eins þeirra félaga í starf framkvæmdastjóra SÍS,“ segir Jón Ingvar og á þar við um Framsóknarflokkinn. Ríkisendurskoðandi réttlætt yfirtökuna Hann segir ríkisendurskoðanda hafa réttlætt yfirtöku ríkisins á starfsemi IS með stjórnsýsluúttekt, sem honum þykir afar athyglisvert þar sem IS heyri á engan hátt undir embætti ríkisendurskoðanda. „Í skýrslunni eru meinlegar villur, rangfærslur og pínlegar yfirlýsingar um staðreyndir sem standast enga skoðun. Það sem alvarlegast er hér þó það að Ríkisendurskoðun hefur aldrei gefið mér kost á að gæta andmælaréttar míns, leitað skýringa, eða með nokkrum öðrum hætti gætt að meðalhófi. Þar kemur að því sama, tilgangurinn helgar meðalið. Reyndar er þetta ekki fyrsta asnasparkið sem kemur frá þessu embætti. Ég sendi bréf til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna þessa fyrir margt löngu er skýrslan leit dagsins ljós, benti þeim á sumar þessara staðreynda og bauðst til að upplýsa frekar um málið,“ segir í yfirlýsingunni en Jón Ingvar segist ekki hafa fengið nein svör frá nefndinni. Hann sakar einnig nýja stjórn IS um að hafa ekki hleypt sér og öðrum fyrrverandi starfsmönnum í þeirra einkagögn. „Hvað hafa þau að fela? Skyldu það vera þeir ómældu milljónir sem ný stjórn hefur tekið í þóknun frá því þau tóku við og enginn virðist vilja fjalla um? Fjölda annarra rangfærslna sem núverandi stjórn hefur haldið fram verður svarað fyrir dómstólum á þar til bærum tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Varðandi fréttir af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Innheimtustofnun sveitarfélaga (IS) var dæmd til greiðslu hárra bóta vegna brota á jafnréttislögum með því að greiða kvenkyns lögfræðingi lægri laun en sambærilegur karlkyns lögfræðingur fékk, vill undirritaður, Jón Ingvar Pálsson, koma að eftirfarandi athugasemdum og leiðréttingum: Fyrst ber að geta að ég hafði enga aðkomu að dómsmáli þessu. Sætir furðu að ég var aldrei kallaður til sem vitni í málinu, né í aðdraganda þess til að gera grein fyrir staðreyndum, þó ég sé gerður að blóraböggli. Það stenst enga skoðun að vera talinn höfuðpaur í málinu án þess að vera látinn gera grein fyrir máli mínu. Þá er tímasetning frétta af málinu varla tilviljunum háð. Dómur var uppkveðinn í mars, en fyrst nú í apríl birtur með tilheyrandi flugeldasýningu, á sama tíma og ég hef stefnt stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga fyrir dóm til þess að sækja bætur sem mér ber úr hendi þeirra, vegna brota þeirra á starfsréttindum mínum. Einnig er til umfjöllunar nú kvörtun mín til Persónuverndar, þar sem stofnunin fletti mér upp með ólögmætum hætti í gagnakerfum Skattsins og braut þannig freklega á rétti mínum. Rétt er að það komi fram að ég hef vitneskju um að öðrum 8 einstaklingum, að lágmarki, hafi verið flett upp af tilefnislausu. Er Skattinum jafnframt kunnugt um þetta. Hafði ég kosið að reka mál mín fyrir dómstólum, en er nauðbeygður að bera hönd fyrir höfuð mér. Niðurstaða umrædds dóms kom mér að óvörum, enda taldi ég víst að þessi niðurstaða kæmi aldrei til greina ef rýnt hefði verið í staðreyndir málsins og er mér nauðugur einn kostur að gera það hér, enda í mínum huga ljóst að ný stjórn IS hefur valdið mér tjóni og skattgreiðendum ómældu fjárhagstjóni við meðferð málsins: Hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga störfuðu 4 lögfræðingar í minni tíð þar. Tilviljun réð því að 2 karlkyns lögræðingar, sem eru báðir með lögmannsréttindi og taka launahækkunum m.a. samkvæmt því voru fyrir í störfum er ég tók við starfi mínu. Voru þeir báðir með um 20 ára starfsreynslu hjá stofnuninni er ég lét af störfum. Hinir 2 voru kvenkyns lögfræðingar, án lögmannsréttinda á þeim tíma sem skiptir máli og störfuðu í mun skemmri tíma, þannig með mun styttri starfsreynslu en hinir tveir. Reyndar var þar í seinni hópnum á tímabili einnig starfandi karlkyns lögfræðingur sem þáði sömu laun og kvenkyns lögfræðingarnir. Það gefur auga leið að nokkur munur var á launakjörum þessara tveggja hópa eftir menntun og reynslu. Hvers vegna stefnandi málsins kýs að bera sig saman við einn karlkyns lögfræðing en ekki aðra er mér hulin ráðgáta og vekur upp ýmsar spurningar. Getur nýútskrifaður einstaklingur krafist sömu launa og aðili með 20 ára reynslu ef þau eru af sitthvoru kyninu? En ef aðilarnir eru af sama kyni? Kjarasamningsumboð fyrir Innheimtustofnun sveitarfélaga var og er í höndum kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Stjórnendur stofnunarinnar komu þar hvergi nærri og sá kjarasvið alfarið um kjarasamninga starfsfólks IS. Hinir áðurnefndu 4 lögfræðingar stofnunarinnar voru að beiðni og frumkvæði kjarasviðs SÍS og Stéttarfélags lögfræðinga (BHM) látnir undirgangast umfangsmikið starfsmat, sem reyndar tók um 3 ár og var lokið á árinu 2018 eða 2019. Niðurstaða starfsmatsins var á þá leið að 2 yngri lögfræðingar IS (kvenkyns) skyldu hækka í launum. Hinir 2 (karlkyns) skyldu lækka í launum. Laun tveggja yngri lögfræðinga voru hækkuð samkvæmt mati, en þegar leitað var til kjarasviðs SÍS og sérfræðinga BHM sem önnuðust starfsmatið, varðandi hvort lækka bæri laun þessara tveggja eldri var svarið afdráttarlaust nei. Launakjör lögfræðinga voru því alfarið ákvörðuð af SÍS og Stéttarfélagi lögfræðinga (BHM). Lögfræðingar IS nutu kjarabóta utan samningsgreiðslna í formi greiddra yfirvinnustunda. Voru hinir tveir eldri þar í efsta þrepi, en hinir tveir yngri nutu þess að hluta, enda var skýr kjarastefna á þá leið að yngri lögfræðingar skyldu hljóta hækkanir þar eftir fyrirfram ákveðnu kerfi varðandi starfstíma, reynslu og menntun. Kom kyn lögfræðinga þar málinu ekkert við. Fyrir lok starfs míns hjá IS varð hækkun vegna þessa á greiðslum til annars kvenkyns lögfræðingsins eftir starfskjarakerfi þessu (þess er ekki var stefnandi málsins) vegna starfsaldurs. Svo undarlega bar við að ný stjórn IS, þrátt fyrir umhyggju sína fyrir sömu kjörum óháð kyni, ákvað að afturkalla réttmæta launahækkun þessa. Það er því algerlega ljóst að hafi einhver lög verið brotin hér, þá var það ekki á mína ábyrgð. Ný stjórn, að undirlagi SÍS og Innviðaráðuneytis, hefur lagt sig í líma við að koma höggi á fyrri stjórnendur IS með ýmsum bolabrögðum. Hefur ný stjórn engan veginn litið í eigin barm, hvorki varðandi aðferðir né mannskap þar innanborðs. Getur hver sem vill skoðað þann hóp, einnig þann sem sagði sig frá stjórnarsetu fljótlega eftir skipun. Svo skemmtilega vill til að aðfarir þessar hafa leitt til þess að IS eða arftaki þess er undir fullri stjórn og ákvörðunarvaldi ákveðins stjórnmálaflokks, sem kórónað var nú með ráðningu eins þeirra félaga í starf framkvæmdastjóra SÍS. Mun öll starfsemi sem máli skiptir flytjast norður í land og nánast allir sem málunum tengjast eru með tengingar þangað. Ný stjórn IS hefur hamrað á því að fyrri stjórnendur IS hafi verið óhæfir. Það skýtur hér skökku við að hinir óhæfu stjórnendur hafa þó skilað IS og þar með skattgreiðendum bestu innheimtu í yfir 50 ára sögu IS í sinni stjórnartíð, fengið mikið hrós fyrir víða, jafnvel á opinberum vettvangi. Eigendur IS hafa engan veginn staðið sig í stykkinu varðandi hámörkun innheimtunnar, þeir höfðu enga getu eða vilja til að koma þar að. Pólitíkinni er alveg sama um það, því þar helgar tilgangurinn meðalið. Einnig beini ég því, að gefnu tilefni, til misviturra Alþingismanna að kynna sér mál til hlítar áður en farið er að gaspra um eitthvað sem þeir hafa enga þekkingu á, í sjónvarpi eða annars staðar. ´ Þá var Ríkisendurskoðandi (sem er reyndar alls ekki endurskoðandi) dreginn að borðinu til að réttlæta yfirtöku ríkis á starfsemi IS. Þetta vekur athygli í ljósi þess að IS heyrir engan veginn undir það embætti og engin heimild þess til að skila af sér skýrslu þess efnis sem gert var um málefni IS, eitthvað sem kallað er “stjórnsýsluúttekt”. Í skýrslunni eru meinlegar villur, rangfærslur og pínlegar yfirlýsingar um staðreyndir sem standast enga skoðun. Það sem alvarlegast er hér þó það að Ríkisendurskoðun hefur aldrei gefið mér kost á að gæta andmælaréttar míns, leitað skýringa, eða með nokkrum öðrum hætti gætt að meðalhófi. Þar kemur að því sama, tilgangurinn helgar meðalið. Reyndar er þetta ekki fyrsta asnasparkið sem kemur frá þessu embætti. Ég sendi bréf til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna þessa fyrir margt löngu er skýrslan leit dagsins ljós, benti þeim á sumar þessara staðreynda og bauðst til að upplýsa frekar um málið. Hef ég ekkert heyrt frá því ágæta fólk, sem virðist vera með stjörnur í augunum gagnvart embætti Ríkisendurskoðanda, sem eins og fyrr sagði er ekki endurskoðandi. Ég er nauðbeygður til að freista þess að bera hönd fyrir höfuð mér með tilkynningu þessari, vegna ómaklegra, meiðandi og rangrar umfjöllunar um málefni mín, og annarra fyrrverandi starfsmanna hjá IS. Ég starfaði hjá stofnuninni og stýrði í yfir tvo áratugi með einstökum árangri. Nú er lag að linni. Einfaldast er að dómstólar klári þessi mál en ekki dómstóll götunnar sem getur gengið ómaklega fram. Staðreyndin er sú að ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga hefur enn, tæpu einu og hálfu ári eftir verknaðinn, ekki enn hleypt undirrituðum og öðrum fyrrverandi starfsmönnum í þeirra einkagögn þrátt fyrir lögbundna skyldu til þess, hvað þá framvísað neinu þeirra gagna sem þörf er á til að skýra mál. Hvað hafa þau að fela? Skyldu það vera [þær] þeir ómældu milljónir sem ný stjórn hefur tekið í þóknun frá því þau tóku við og enginn virðist vilja fjalla um? Fjölda annarra rangfærslna sem núverandi stjórn hefur haldið fram verður svarað fyrir dómstólum á þar til bærum tíma. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Persónuvernd Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Fyrir páska var Innheimtustofnun sveitarfélaga (IS) dæmd til að greiða starfsmanni rúmar nítján milljónir króna vegna kynbundins launamunar hjá stofnuninni. Nafn stofnunarinnar var ekki tiltekið fyrst um sinn í dómnum en Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar stofnunarinnar, staðfesti í samtali við Vísi að IS væri stofnunin sem ætti í hlut. Sagði hún að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Í apríl á síðasta ári var þáverandi forstjóra IS, Jóni Ingvari Pálssyni, og Braga Axel Rúnarssyni, forstöðumanni þar, sagt upp. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í yfirlýsingu sem Jón Ingvar sendi á fjölmiðla í dag segist hann ekki hafa átt neina aðkomu að dómsmálinu. Honum þyki það furðulegt að hann sé gerður að blóraböggli þegar hann var ekki einu sinni kallaður til sem vitni í málinu. „Það stenst enga skoðun að vera talinn höfuðpaur í málinu án þess að vera látinn gera grein fyrir máli mínu. Þá er tímasetning frétta af málinu varla tilviljunum háð. Dómur var uppkveðinn í mars, en fyrst nú í apríl birtur með tilheyrandi flugeldasýningu, á sama tíma og ég hef stefnt stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga fyrir dóm til þess að sækja bætur sem mér ber úr hendi þeirra, vegna brota þeirra á starfsréttindum mínum,“ segir í yfirlýsingunni. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. mars og birtur á vef dómstólanna um viku síðar sem er ekki óalgengt hvað varðar vinnubrögð hjá héraðsdómi. Þar spilar mögulega inn í að dómurinn var nafnhreinsaður sem tekur tíma hjá starfsfólki dómstólanna. Jón Ingvar hefur einnig kvartað til Persónuverndar vegna IS en hann segir stofnunina hafa flett sér upp með ólöglegum hætti í gagnakerfum Skattsins. Þá hafi hann vitneskju um að nöfnum átta annarra einstaklinga hafi verið flett upp að tilefnislausu. Niðurstaðan kom á óvart Hann segir niðurstöðu héraðsdóms í launamálinu hafa komið sér á óvart þar sem hann taldi víst að þessi niðurstaða kæmi aldrei til greina ef rýnt hefði verið í staðreyndir málsins. Því sé það honum nauðugt að gera það í yfirlýsingunni. Á hans tíma hafi fjórir lögfræðingar starfað hjá IS. „Tilviljun réð því að 2 karlkyns lögfræðingar, sem eru báðir með lögmannsréttindi og taka launahækkunum m.a. samkvæmt því voru fyrir í störfum er ég tók við starfi mínu. Voru þeir báðir með um 20 ára starfsreynslu hjá stofnuninni er ég lét af störfum. Hinir 2 voru kvenkyns lögfræðingar, án lögmannsréttinda á þeim tíma sem skiptir máli og störfuðu í mun skemmri tíma, þannig með mun styttri starfsreynslu en hinir tveir,“ segir í yfirlýsingunni. Hann spyr hvort nýútskrifaður einstaklingur geti krafist sömu launa og aðili með tuttugu ára reynslu, óháð kyni. Stjórnendur hafi ekki komið nálægt launamálum Jón Ingvar segir kjarasamningsumboð fyrir IS hafa verið, og enn vera, í höndum kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Því hafi stjórnendur IS aldrei komið nálægt gerð kjarasamninga við starfsfólk sitt. „Ný stjórn, að undirlagi SÍS og Innviðaráðuneytis, hefur lagt sig í líma við að koma höggi á fyrri stjórnendur IS með ýmsum bolabrögðum. Hefur ný stjórn engan veginn litið í eigin barm, hvorki varðandi aðferðir né mannskap þar innanborðs. Getur hver sem vill skoðað þann hóp, einnig þann sem sagði sig frá stjórnarsetu fljótlega eftir skipun. Svo skemmtilega vill til að aðfarir þessar hafa leitt til þess að IS eða arftaki þess er undir fullri stjórn og ákvörðunarvaldi ákveðins stjórnmálaflokks, sem kórónað var nú með ráðningu eins þeirra félaga í starf framkvæmdastjóra SÍS,“ segir Jón Ingvar og á þar við um Framsóknarflokkinn. Ríkisendurskoðandi réttlætt yfirtökuna Hann segir ríkisendurskoðanda hafa réttlætt yfirtöku ríkisins á starfsemi IS með stjórnsýsluúttekt, sem honum þykir afar athyglisvert þar sem IS heyri á engan hátt undir embætti ríkisendurskoðanda. „Í skýrslunni eru meinlegar villur, rangfærslur og pínlegar yfirlýsingar um staðreyndir sem standast enga skoðun. Það sem alvarlegast er hér þó það að Ríkisendurskoðun hefur aldrei gefið mér kost á að gæta andmælaréttar míns, leitað skýringa, eða með nokkrum öðrum hætti gætt að meðalhófi. Þar kemur að því sama, tilgangurinn helgar meðalið. Reyndar er þetta ekki fyrsta asnasparkið sem kemur frá þessu embætti. Ég sendi bréf til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna þessa fyrir margt löngu er skýrslan leit dagsins ljós, benti þeim á sumar þessara staðreynda og bauðst til að upplýsa frekar um málið,“ segir í yfirlýsingunni en Jón Ingvar segist ekki hafa fengið nein svör frá nefndinni. Hann sakar einnig nýja stjórn IS um að hafa ekki hleypt sér og öðrum fyrrverandi starfsmönnum í þeirra einkagögn. „Hvað hafa þau að fela? Skyldu það vera þeir ómældu milljónir sem ný stjórn hefur tekið í þóknun frá því þau tóku við og enginn virðist vilja fjalla um? Fjölda annarra rangfærslna sem núverandi stjórn hefur haldið fram verður svarað fyrir dómstólum á þar til bærum tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Varðandi fréttir af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Innheimtustofnun sveitarfélaga (IS) var dæmd til greiðslu hárra bóta vegna brota á jafnréttislögum með því að greiða kvenkyns lögfræðingi lægri laun en sambærilegur karlkyns lögfræðingur fékk, vill undirritaður, Jón Ingvar Pálsson, koma að eftirfarandi athugasemdum og leiðréttingum: Fyrst ber að geta að ég hafði enga aðkomu að dómsmáli þessu. Sætir furðu að ég var aldrei kallaður til sem vitni í málinu, né í aðdraganda þess til að gera grein fyrir staðreyndum, þó ég sé gerður að blóraböggli. Það stenst enga skoðun að vera talinn höfuðpaur í málinu án þess að vera látinn gera grein fyrir máli mínu. Þá er tímasetning frétta af málinu varla tilviljunum háð. Dómur var uppkveðinn í mars, en fyrst nú í apríl birtur með tilheyrandi flugeldasýningu, á sama tíma og ég hef stefnt stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga fyrir dóm til þess að sækja bætur sem mér ber úr hendi þeirra, vegna brota þeirra á starfsréttindum mínum. Einnig er til umfjöllunar nú kvörtun mín til Persónuverndar, þar sem stofnunin fletti mér upp með ólögmætum hætti í gagnakerfum Skattsins og braut þannig freklega á rétti mínum. Rétt er að það komi fram að ég hef vitneskju um að öðrum 8 einstaklingum, að lágmarki, hafi verið flett upp af tilefnislausu. Er Skattinum jafnframt kunnugt um þetta. Hafði ég kosið að reka mál mín fyrir dómstólum, en er nauðbeygður að bera hönd fyrir höfuð mér. Niðurstaða umrædds dóms kom mér að óvörum, enda taldi ég víst að þessi niðurstaða kæmi aldrei til greina ef rýnt hefði verið í staðreyndir málsins og er mér nauðugur einn kostur að gera það hér, enda í mínum huga ljóst að ný stjórn IS hefur valdið mér tjóni og skattgreiðendum ómældu fjárhagstjóni við meðferð málsins: Hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga störfuðu 4 lögfræðingar í minni tíð þar. Tilviljun réð því að 2 karlkyns lögræðingar, sem eru báðir með lögmannsréttindi og taka launahækkunum m.a. samkvæmt því voru fyrir í störfum er ég tók við starfi mínu. Voru þeir báðir með um 20 ára starfsreynslu hjá stofnuninni er ég lét af störfum. Hinir 2 voru kvenkyns lögfræðingar, án lögmannsréttinda á þeim tíma sem skiptir máli og störfuðu í mun skemmri tíma, þannig með mun styttri starfsreynslu en hinir tveir. Reyndar var þar í seinni hópnum á tímabili einnig starfandi karlkyns lögfræðingur sem þáði sömu laun og kvenkyns lögfræðingarnir. Það gefur auga leið að nokkur munur var á launakjörum þessara tveggja hópa eftir menntun og reynslu. Hvers vegna stefnandi málsins kýs að bera sig saman við einn karlkyns lögfræðing en ekki aðra er mér hulin ráðgáta og vekur upp ýmsar spurningar. Getur nýútskrifaður einstaklingur krafist sömu launa og aðili með 20 ára reynslu ef þau eru af sitthvoru kyninu? En ef aðilarnir eru af sama kyni? Kjarasamningsumboð fyrir Innheimtustofnun sveitarfélaga var og er í höndum kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Stjórnendur stofnunarinnar komu þar hvergi nærri og sá kjarasvið alfarið um kjarasamninga starfsfólks IS. Hinir áðurnefndu 4 lögfræðingar stofnunarinnar voru að beiðni og frumkvæði kjarasviðs SÍS og Stéttarfélags lögfræðinga (BHM) látnir undirgangast umfangsmikið starfsmat, sem reyndar tók um 3 ár og var lokið á árinu 2018 eða 2019. Niðurstaða starfsmatsins var á þá leið að 2 yngri lögfræðingar IS (kvenkyns) skyldu hækka í launum. Hinir 2 (karlkyns) skyldu lækka í launum. Laun tveggja yngri lögfræðinga voru hækkuð samkvæmt mati, en þegar leitað var til kjarasviðs SÍS og sérfræðinga BHM sem önnuðust starfsmatið, varðandi hvort lækka bæri laun þessara tveggja eldri var svarið afdráttarlaust nei. Launakjör lögfræðinga voru því alfarið ákvörðuð af SÍS og Stéttarfélagi lögfræðinga (BHM). Lögfræðingar IS nutu kjarabóta utan samningsgreiðslna í formi greiddra yfirvinnustunda. Voru hinir tveir eldri þar í efsta þrepi, en hinir tveir yngri nutu þess að hluta, enda var skýr kjarastefna á þá leið að yngri lögfræðingar skyldu hljóta hækkanir þar eftir fyrirfram ákveðnu kerfi varðandi starfstíma, reynslu og menntun. Kom kyn lögfræðinga þar málinu ekkert við. Fyrir lok starfs míns hjá IS varð hækkun vegna þessa á greiðslum til annars kvenkyns lögfræðingsins eftir starfskjarakerfi þessu (þess er ekki var stefnandi málsins) vegna starfsaldurs. Svo undarlega bar við að ný stjórn IS, þrátt fyrir umhyggju sína fyrir sömu kjörum óháð kyni, ákvað að afturkalla réttmæta launahækkun þessa. Það er því algerlega ljóst að hafi einhver lög verið brotin hér, þá var það ekki á mína ábyrgð. Ný stjórn, að undirlagi SÍS og Innviðaráðuneytis, hefur lagt sig í líma við að koma höggi á fyrri stjórnendur IS með ýmsum bolabrögðum. Hefur ný stjórn engan veginn litið í eigin barm, hvorki varðandi aðferðir né mannskap þar innanborðs. Getur hver sem vill skoðað þann hóp, einnig þann sem sagði sig frá stjórnarsetu fljótlega eftir skipun. Svo skemmtilega vill til að aðfarir þessar hafa leitt til þess að IS eða arftaki þess er undir fullri stjórn og ákvörðunarvaldi ákveðins stjórnmálaflokks, sem kórónað var nú með ráðningu eins þeirra félaga í starf framkvæmdastjóra SÍS. Mun öll starfsemi sem máli skiptir flytjast norður í land og nánast allir sem málunum tengjast eru með tengingar þangað. Ný stjórn IS hefur hamrað á því að fyrri stjórnendur IS hafi verið óhæfir. Það skýtur hér skökku við að hinir óhæfu stjórnendur hafa þó skilað IS og þar með skattgreiðendum bestu innheimtu í yfir 50 ára sögu IS í sinni stjórnartíð, fengið mikið hrós fyrir víða, jafnvel á opinberum vettvangi. Eigendur IS hafa engan veginn staðið sig í stykkinu varðandi hámörkun innheimtunnar, þeir höfðu enga getu eða vilja til að koma þar að. Pólitíkinni er alveg sama um það, því þar helgar tilgangurinn meðalið. Einnig beini ég því, að gefnu tilefni, til misviturra Alþingismanna að kynna sér mál til hlítar áður en farið er að gaspra um eitthvað sem þeir hafa enga þekkingu á, í sjónvarpi eða annars staðar. ´ Þá var Ríkisendurskoðandi (sem er reyndar alls ekki endurskoðandi) dreginn að borðinu til að réttlæta yfirtöku ríkis á starfsemi IS. Þetta vekur athygli í ljósi þess að IS heyrir engan veginn undir það embætti og engin heimild þess til að skila af sér skýrslu þess efnis sem gert var um málefni IS, eitthvað sem kallað er “stjórnsýsluúttekt”. Í skýrslunni eru meinlegar villur, rangfærslur og pínlegar yfirlýsingar um staðreyndir sem standast enga skoðun. Það sem alvarlegast er hér þó það að Ríkisendurskoðun hefur aldrei gefið mér kost á að gæta andmælaréttar míns, leitað skýringa, eða með nokkrum öðrum hætti gætt að meðalhófi. Þar kemur að því sama, tilgangurinn helgar meðalið. Reyndar er þetta ekki fyrsta asnasparkið sem kemur frá þessu embætti. Ég sendi bréf til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna þessa fyrir margt löngu er skýrslan leit dagsins ljós, benti þeim á sumar þessara staðreynda og bauðst til að upplýsa frekar um málið. Hef ég ekkert heyrt frá því ágæta fólk, sem virðist vera með stjörnur í augunum gagnvart embætti Ríkisendurskoðanda, sem eins og fyrr sagði er ekki endurskoðandi. Ég er nauðbeygður til að freista þess að bera hönd fyrir höfuð mér með tilkynningu þessari, vegna ómaklegra, meiðandi og rangrar umfjöllunar um málefni mín, og annarra fyrrverandi starfsmanna hjá IS. Ég starfaði hjá stofnuninni og stýrði í yfir tvo áratugi með einstökum árangri. Nú er lag að linni. Einfaldast er að dómstólar klári þessi mál en ekki dómstóll götunnar sem getur gengið ómaklega fram. Staðreyndin er sú að ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga hefur enn, tæpu einu og hálfu ári eftir verknaðinn, ekki enn hleypt undirrituðum og öðrum fyrrverandi starfsmönnum í þeirra einkagögn þrátt fyrir lögbundna skyldu til þess, hvað þá framvísað neinu þeirra gagna sem þörf er á til að skýra mál. Hvað hafa þau að fela? Skyldu það vera [þær] þeir ómældu milljónir sem ný stjórn hefur tekið í þóknun frá því þau tóku við og enginn virðist vilja fjalla um? Fjölda annarra rangfærslna sem núverandi stjórn hefur haldið fram verður svarað fyrir dómstólum á þar til bærum tíma.
Varðandi fréttir af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Innheimtustofnun sveitarfélaga (IS) var dæmd til greiðslu hárra bóta vegna brota á jafnréttislögum með því að greiða kvenkyns lögfræðingi lægri laun en sambærilegur karlkyns lögfræðingur fékk, vill undirritaður, Jón Ingvar Pálsson, koma að eftirfarandi athugasemdum og leiðréttingum: Fyrst ber að geta að ég hafði enga aðkomu að dómsmáli þessu. Sætir furðu að ég var aldrei kallaður til sem vitni í málinu, né í aðdraganda þess til að gera grein fyrir staðreyndum, þó ég sé gerður að blóraböggli. Það stenst enga skoðun að vera talinn höfuðpaur í málinu án þess að vera látinn gera grein fyrir máli mínu. Þá er tímasetning frétta af málinu varla tilviljunum háð. Dómur var uppkveðinn í mars, en fyrst nú í apríl birtur með tilheyrandi flugeldasýningu, á sama tíma og ég hef stefnt stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga fyrir dóm til þess að sækja bætur sem mér ber úr hendi þeirra, vegna brota þeirra á starfsréttindum mínum. Einnig er til umfjöllunar nú kvörtun mín til Persónuverndar, þar sem stofnunin fletti mér upp með ólögmætum hætti í gagnakerfum Skattsins og braut þannig freklega á rétti mínum. Rétt er að það komi fram að ég hef vitneskju um að öðrum 8 einstaklingum, að lágmarki, hafi verið flett upp af tilefnislausu. Er Skattinum jafnframt kunnugt um þetta. Hafði ég kosið að reka mál mín fyrir dómstólum, en er nauðbeygður að bera hönd fyrir höfuð mér. Niðurstaða umrædds dóms kom mér að óvörum, enda taldi ég víst að þessi niðurstaða kæmi aldrei til greina ef rýnt hefði verið í staðreyndir málsins og er mér nauðugur einn kostur að gera það hér, enda í mínum huga ljóst að ný stjórn IS hefur valdið mér tjóni og skattgreiðendum ómældu fjárhagstjóni við meðferð málsins: Hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga störfuðu 4 lögfræðingar í minni tíð þar. Tilviljun réð því að 2 karlkyns lögræðingar, sem eru báðir með lögmannsréttindi og taka launahækkunum m.a. samkvæmt því voru fyrir í störfum er ég tók við starfi mínu. Voru þeir báðir með um 20 ára starfsreynslu hjá stofnuninni er ég lét af störfum. Hinir 2 voru kvenkyns lögfræðingar, án lögmannsréttinda á þeim tíma sem skiptir máli og störfuðu í mun skemmri tíma, þannig með mun styttri starfsreynslu en hinir tveir. Reyndar var þar í seinni hópnum á tímabili einnig starfandi karlkyns lögfræðingur sem þáði sömu laun og kvenkyns lögfræðingarnir. Það gefur auga leið að nokkur munur var á launakjörum þessara tveggja hópa eftir menntun og reynslu. Hvers vegna stefnandi málsins kýs að bera sig saman við einn karlkyns lögfræðing en ekki aðra er mér hulin ráðgáta og vekur upp ýmsar spurningar. Getur nýútskrifaður einstaklingur krafist sömu launa og aðili með 20 ára reynslu ef þau eru af sitthvoru kyninu? En ef aðilarnir eru af sama kyni? Kjarasamningsumboð fyrir Innheimtustofnun sveitarfélaga var og er í höndum kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Stjórnendur stofnunarinnar komu þar hvergi nærri og sá kjarasvið alfarið um kjarasamninga starfsfólks IS. Hinir áðurnefndu 4 lögfræðingar stofnunarinnar voru að beiðni og frumkvæði kjarasviðs SÍS og Stéttarfélags lögfræðinga (BHM) látnir undirgangast umfangsmikið starfsmat, sem reyndar tók um 3 ár og var lokið á árinu 2018 eða 2019. Niðurstaða starfsmatsins var á þá leið að 2 yngri lögfræðingar IS (kvenkyns) skyldu hækka í launum. Hinir 2 (karlkyns) skyldu lækka í launum. Laun tveggja yngri lögfræðinga voru hækkuð samkvæmt mati, en þegar leitað var til kjarasviðs SÍS og sérfræðinga BHM sem önnuðust starfsmatið, varðandi hvort lækka bæri laun þessara tveggja eldri var svarið afdráttarlaust nei. Launakjör lögfræðinga voru því alfarið ákvörðuð af SÍS og Stéttarfélagi lögfræðinga (BHM). Lögfræðingar IS nutu kjarabóta utan samningsgreiðslna í formi greiddra yfirvinnustunda. Voru hinir tveir eldri þar í efsta þrepi, en hinir tveir yngri nutu þess að hluta, enda var skýr kjarastefna á þá leið að yngri lögfræðingar skyldu hljóta hækkanir þar eftir fyrirfram ákveðnu kerfi varðandi starfstíma, reynslu og menntun. Kom kyn lögfræðinga þar málinu ekkert við. Fyrir lok starfs míns hjá IS varð hækkun vegna þessa á greiðslum til annars kvenkyns lögfræðingsins eftir starfskjarakerfi þessu (þess er ekki var stefnandi málsins) vegna starfsaldurs. Svo undarlega bar við að ný stjórn IS, þrátt fyrir umhyggju sína fyrir sömu kjörum óháð kyni, ákvað að afturkalla réttmæta launahækkun þessa. Það er því algerlega ljóst að hafi einhver lög verið brotin hér, þá var það ekki á mína ábyrgð. Ný stjórn, að undirlagi SÍS og Innviðaráðuneytis, hefur lagt sig í líma við að koma höggi á fyrri stjórnendur IS með ýmsum bolabrögðum. Hefur ný stjórn engan veginn litið í eigin barm, hvorki varðandi aðferðir né mannskap þar innanborðs. Getur hver sem vill skoðað þann hóp, einnig þann sem sagði sig frá stjórnarsetu fljótlega eftir skipun. Svo skemmtilega vill til að aðfarir þessar hafa leitt til þess að IS eða arftaki þess er undir fullri stjórn og ákvörðunarvaldi ákveðins stjórnmálaflokks, sem kórónað var nú með ráðningu eins þeirra félaga í starf framkvæmdastjóra SÍS. Mun öll starfsemi sem máli skiptir flytjast norður í land og nánast allir sem málunum tengjast eru með tengingar þangað. Ný stjórn IS hefur hamrað á því að fyrri stjórnendur IS hafi verið óhæfir. Það skýtur hér skökku við að hinir óhæfu stjórnendur hafa þó skilað IS og þar með skattgreiðendum bestu innheimtu í yfir 50 ára sögu IS í sinni stjórnartíð, fengið mikið hrós fyrir víða, jafnvel á opinberum vettvangi. Eigendur IS hafa engan veginn staðið sig í stykkinu varðandi hámörkun innheimtunnar, þeir höfðu enga getu eða vilja til að koma þar að. Pólitíkinni er alveg sama um það, því þar helgar tilgangurinn meðalið. Einnig beini ég því, að gefnu tilefni, til misviturra Alþingismanna að kynna sér mál til hlítar áður en farið er að gaspra um eitthvað sem þeir hafa enga þekkingu á, í sjónvarpi eða annars staðar. ´ Þá var Ríkisendurskoðandi (sem er reyndar alls ekki endurskoðandi) dreginn að borðinu til að réttlæta yfirtöku ríkis á starfsemi IS. Þetta vekur athygli í ljósi þess að IS heyrir engan veginn undir það embætti og engin heimild þess til að skila af sér skýrslu þess efnis sem gert var um málefni IS, eitthvað sem kallað er “stjórnsýsluúttekt”. Í skýrslunni eru meinlegar villur, rangfærslur og pínlegar yfirlýsingar um staðreyndir sem standast enga skoðun. Það sem alvarlegast er hér þó það að Ríkisendurskoðun hefur aldrei gefið mér kost á að gæta andmælaréttar míns, leitað skýringa, eða með nokkrum öðrum hætti gætt að meðalhófi. Þar kemur að því sama, tilgangurinn helgar meðalið. Reyndar er þetta ekki fyrsta asnasparkið sem kemur frá þessu embætti. Ég sendi bréf til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna þessa fyrir margt löngu er skýrslan leit dagsins ljós, benti þeim á sumar þessara staðreynda og bauðst til að upplýsa frekar um málið. Hef ég ekkert heyrt frá því ágæta fólk, sem virðist vera með stjörnur í augunum gagnvart embætti Ríkisendurskoðanda, sem eins og fyrr sagði er ekki endurskoðandi. Ég er nauðbeygður til að freista þess að bera hönd fyrir höfuð mér með tilkynningu þessari, vegna ómaklegra, meiðandi og rangrar umfjöllunar um málefni mín, og annarra fyrrverandi starfsmanna hjá IS. Ég starfaði hjá stofnuninni og stýrði í yfir tvo áratugi með einstökum árangri. Nú er lag að linni. Einfaldast er að dómstólar klári þessi mál en ekki dómstóll götunnar sem getur gengið ómaklega fram. Staðreyndin er sú að ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga hefur enn, tæpu einu og hálfu ári eftir verknaðinn, ekki enn hleypt undirrituðum og öðrum fyrrverandi starfsmönnum í þeirra einkagögn þrátt fyrir lögbundna skyldu til þess, hvað þá framvísað neinu þeirra gagna sem þörf er á til að skýra mál. Hvað hafa þau að fela? Skyldu það vera [þær] þeir ómældu milljónir sem ný stjórn hefur tekið í þóknun frá því þau tóku við og enginn virðist vilja fjalla um? Fjölda annarra rangfærslna sem núverandi stjórn hefur haldið fram verður svarað fyrir dómstólum á þar til bærum tíma.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Persónuvernd Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira