Gömul saga og ný Guðbrandur Einarsson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar