Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 09:28 Dalai Lama hefur beðist afsökunar á atvikinu. EPA Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu. Indland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu.
Indland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira