Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 09:28 Dalai Lama hefur beðist afsökunar á atvikinu. EPA Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu. Indland Ofbeldi gegn börnum Tíbet Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu.
Indland Ofbeldi gegn börnum Tíbet Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira