Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 07:47 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í Breiðholtinu maðurinn fannst meðvitundarlaus. Vísir/Vilhelm Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira