Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 07:47 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í Breiðholtinu maðurinn fannst meðvitundarlaus. Vísir/Vilhelm Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira