Þriðja dauða kýrin fannst á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 13:40 Dauða beljan fannst í fjörunni austan við Markarfljót í gær. Aðsent Dauð kýr fannst á strönd við árósa Markarfljóts í gær. Þetta er þriðja dauða kýrin sem finnst á Suðurlandi síðustu tvo daga. Héraðsdýralæknir segir ljóst að þetta verklag sé ekki samkvæmt reglunum og það sé því miður of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist. Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir var á göngu með fjölskyldu sinni austan við Markarfljót þegar hún rambaði á dauða kú í fjörunni. Rannveig vissi ekki alveg hvert hún átti að snúa sér svo hún hringdi í skrifstofu lögreglunnar á Suðurlandi en fékk ekkert svar og hafði því samband við fréttastofu Vísis. Önnur ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudögum.Vigfús Þessi kýrfundur er sérstaklega óvenjulegur fyrir þær sakir að daginn áður fundust tvö hræ af kúm á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum. Báðar staðsetningar eru því innan marka Rangárþings eystra. Þar var búið að taka úr eyrnamerkingar kúnna svo ekki var hægt að rekja hver eiganda þeirra var. Kýrin sem fannst í gær er því nokkuð vestar en hinar tvær og er sömuleiðis ólík þeim að því leyti að hún er enn með eyrnamerkingarnar. Það ætti því að vera hægt að finna út hvaða bóndi á kúna. Allt of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist Fréttastofa hafði samband við Jarle Reiersen, héraðsdýralækni í Suðausturumdæmi. Jarle var staddur erlendis í fríi og hafði því ekki fengið þessi mál inn á sitt borð. Hann sagði þó að það væri ljóst að þetta væri mál sem þyrfti að skoða enda ekki eðlilegt að dauðar kýr finnist með þessum hætti, hvað þá svona margar og án eyrnamerkingar. Hin ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudag.Vigfús Einnig er ljóst að þetta er verklag sem sé ekki samkvæmt reglunum af því „það þarf að farga hræi á viðurkenndum stöðum,“ sagði Jarle. „Ef maður finnur mörg sjálfdauð dýr dettur manni strax í hug smitsjúkdómar. En mér finnst það alveg útilokað að það sé eitthvað svoleiðis á þessum árstíma. Það eru ekki margir nautgripir sem eru útigangandi núna, þó eitthvað um ungviði,“ bætti hann við. Líklegra væri um að ræða dýr sem hafi drepist eða verið skotið heima í fjósi og síðan verið skilið eftir. Það sé kostnaðarsamt að farga dýrum og það sé alltof algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist. Dýr Dýraheilbrigði Rangárþing eystra Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir var á göngu með fjölskyldu sinni austan við Markarfljót þegar hún rambaði á dauða kú í fjörunni. Rannveig vissi ekki alveg hvert hún átti að snúa sér svo hún hringdi í skrifstofu lögreglunnar á Suðurlandi en fékk ekkert svar og hafði því samband við fréttastofu Vísis. Önnur ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudögum.Vigfús Þessi kýrfundur er sérstaklega óvenjulegur fyrir þær sakir að daginn áður fundust tvö hræ af kúm á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum. Báðar staðsetningar eru því innan marka Rangárþings eystra. Þar var búið að taka úr eyrnamerkingar kúnna svo ekki var hægt að rekja hver eiganda þeirra var. Kýrin sem fannst í gær er því nokkuð vestar en hinar tvær og er sömuleiðis ólík þeim að því leyti að hún er enn með eyrnamerkingarnar. Það ætti því að vera hægt að finna út hvaða bóndi á kúna. Allt of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist Fréttastofa hafði samband við Jarle Reiersen, héraðsdýralækni í Suðausturumdæmi. Jarle var staddur erlendis í fríi og hafði því ekki fengið þessi mál inn á sitt borð. Hann sagði þó að það væri ljóst að þetta væri mál sem þyrfti að skoða enda ekki eðlilegt að dauðar kýr finnist með þessum hætti, hvað þá svona margar og án eyrnamerkingar. Hin ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudag.Vigfús Einnig er ljóst að þetta er verklag sem sé ekki samkvæmt reglunum af því „það þarf að farga hræi á viðurkenndum stöðum,“ sagði Jarle. „Ef maður finnur mörg sjálfdauð dýr dettur manni strax í hug smitsjúkdómar. En mér finnst það alveg útilokað að það sé eitthvað svoleiðis á þessum árstíma. Það eru ekki margir nautgripir sem eru útigangandi núna, þó eitthvað um ungviði,“ bætti hann við. Líklegra væri um að ræða dýr sem hafi drepist eða verið skotið heima í fjósi og síðan verið skilið eftir. Það sé kostnaðarsamt að farga dýrum og það sé alltof algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist.
Dýr Dýraheilbrigði Rangárþing eystra Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04