Varð Evrópumeistari í hópfimleikum þegar handboltaferillinn var að hefjast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:29 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir stundaði fimleika af miklum krafti meðfram handboltanum. Vísir/Vilhelm Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir ÍBV á leið liðsins að bikar- og deildarmeistaratitlum. Það var þó ekki alltaf víst að hún myndi velja handboltann. „Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira