Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:12 Justin Jones, þingmaður demókrata, með gjallarhorn í sal fulltrúadeildar ríkisþings Tennessee á fimmtudag. Repúblikanar vilja reka hann og tvo félaga hans af þingi. AP/George walker IV/The Tennessean Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira