Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2023 10:10 Ríki íslam lýsti árásinni á hendur sér. Árásarmaðurinn lést en bróðir hans var dæmdur í lífstíðarfangelsi. epa/Nigel Roddis Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC. Bretland England Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC.
Bretland England Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira