Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 10:14 Trump hlýðir á kór uppreisnarmanna við upphaf fjöldafundar í Waco í Texas í gær. Fyrir aftan hann voru sýndar myndir frá árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. AP/Evan Vucci Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann. Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent