Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 10:14 Trump hlýðir á kór uppreisnarmanna við upphaf fjöldafundar í Waco í Texas í gær. Fyrir aftan hann voru sýndar myndir frá árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. AP/Evan Vucci Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann. Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35