KA verði að losa sig við Jónatan ef liðið ætlar ekki að falla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. mars 2023 07:00 Gengi KA í Olís-deild karla hefur vægast sagt ekki verið upp á marga fiska eftir að Jónatan Magnússon tilkynnti að hann muni hætta með liðið að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét Eftir afar slæmt gengi á árinu eru KA-ingar í bullandi fallbaráttu fyrir lokasprettinn í Olís-deild karla í handbolta. KA og fráfarandi þjálfari liðsins, Jónatan Magnússon, voru til umræðu í seinasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur. Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur.
Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða