Aganefndin dæmdi Erling í bann en sleppti Mörtu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 18:00 Marta Wawrzynkowska fékk umdeilt rautt spjald í bikarúrslitaleiknum um helgina. Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska fær ekki leikbann eftir rauða spjaldið sem hún fékk í úrslitaleik bikarkeppninar í handbolta um helgina. Þjálfari karlaliðs ÍBV er hins vegar á leið í leikbann. Marta Wawrzynkowska fékk umdeilt rautt spjald þegar ÍBV mætti Val í bikarúrslitaleik kvenna í handknattleik um helgina. Spjaldið fékk hún eftir árekstur við Theu Imani Sturludóttur leikmann Vals en þrátt fyrir að missa Mörtu af velli tryggði ÍBV sér bikarmeistaratitilinn með 31-29 sigri. Aganefnd HSÍ fundaði í gær og í úrskurði nefndarinnar, sem birtur er á heimasíðu HSÍ, kemur fram að Marta Wawrzynkowska hafi í leiknum hlotið útilokun með skýrslu. Einnig kemur fram að dómarar leiksins hafi metið að brotið falli undir reglu 8:5 b) sem beitt er þegar leikmaður ræðst með „sérstaklega öflugri aðgerð gegn hluta líkama mótherja, sérstaklega andliti, hálsi eða hnakka.“ Niðurstaða nefndarinnar er þó sú að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Marta er í leikmannahópi ÍBV gegn KA/Þór en leikur liðanna hófst í Eyjum klukkan 17:30. Á fundi aganefndarinnar í gær var einnig tekið fyrir mál Erlings Richardssonar, þjálfara karlaliðs ÍBV, sem hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik Harðar og ÍBV á Ísafirði í síðustu viku. Niðurstaða nefndarinnar er að Erlingur er dæmdur í eins leiks bann og verður hann því ekki á hliðarlínunni þegar ÍBV mætir Fram í Eyjum á laugardag. Eyjamenn ættu þó ekki að vera í vandræðum með afleysingu því Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari liðsins, verður aðalþjálfari ÍBV á næstu leiktíð eins og fram kom hér á Vísi á dögunum. Þá var einnig úrskurðað í málum Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns KA, og Þráins Orra Jónssonar, leikmanns Hauka, en báðir hluti þeir útilokun í leikjum sinna liða í síðustu umferð. Aganefndin ákvað þó að hvorugur leikmannanna fengi bann og verða þeir því klárir í slaginn í næstu umferð. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Marta Wawrzynkowska fékk umdeilt rautt spjald þegar ÍBV mætti Val í bikarúrslitaleik kvenna í handknattleik um helgina. Spjaldið fékk hún eftir árekstur við Theu Imani Sturludóttur leikmann Vals en þrátt fyrir að missa Mörtu af velli tryggði ÍBV sér bikarmeistaratitilinn með 31-29 sigri. Aganefnd HSÍ fundaði í gær og í úrskurði nefndarinnar, sem birtur er á heimasíðu HSÍ, kemur fram að Marta Wawrzynkowska hafi í leiknum hlotið útilokun með skýrslu. Einnig kemur fram að dómarar leiksins hafi metið að brotið falli undir reglu 8:5 b) sem beitt er þegar leikmaður ræðst með „sérstaklega öflugri aðgerð gegn hluta líkama mótherja, sérstaklega andliti, hálsi eða hnakka.“ Niðurstaða nefndarinnar er þó sú að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Marta er í leikmannahópi ÍBV gegn KA/Þór en leikur liðanna hófst í Eyjum klukkan 17:30. Á fundi aganefndarinnar í gær var einnig tekið fyrir mál Erlings Richardssonar, þjálfara karlaliðs ÍBV, sem hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik Harðar og ÍBV á Ísafirði í síðustu viku. Niðurstaða nefndarinnar er að Erlingur er dæmdur í eins leiks bann og verður hann því ekki á hliðarlínunni þegar ÍBV mætir Fram í Eyjum á laugardag. Eyjamenn ættu þó ekki að vera í vandræðum með afleysingu því Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari liðsins, verður aðalþjálfari ÍBV á næstu leiktíð eins og fram kom hér á Vísi á dögunum. Þá var einnig úrskurðað í málum Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns KA, og Þráins Orra Jónssonar, leikmanns Hauka, en báðir hluti þeir útilokun í leikjum sinna liða í síðustu umferð. Aganefndin ákvað þó að hvorugur leikmannanna fengi bann og verða þeir því klárir í slaginn í næstu umferð.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira