Staðfest að brakið og líkamsleifarnar séu úr banaslysinu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 14:23 Hreyfill vélarinnar var á meðal þess sem kom í troll Hrafns Sveinbjarnarsonar. Aðsend Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag. Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á. Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á.
Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38
Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37
Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09