Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 11:41 Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar. Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar, segir að á undanförnum árum hafi margt breyst þegar kemur að vinnuaðstöðu opinberra starfsmanna. „Fyrir tuttugu árum þá var tölvan bara tíu kílóa hlunkur sem þurfti sitt skrifborð, svo var skjárinn eins og túbusjónvarp og margir þurftu að hafa prentara á borðinu, eiginlega allir voru að vinna með mjög mikinn pappír. Að sama skapi þá voru störfin allt öðruvísi líka, það var miklu algengara að fólk væri að vinna við að gera sama hlutinn aftur og aftur. Nú er unnið miklu meira í teymum,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Viðmiðin taki til allra stofnanna Karl segir að því sé mikilvægt að vinnuaðstaða fólks sé sveigjanleg. „Að þú sért ekki bundinn við það að vera einn inni í tuttugu og fimm fermetra rými heldur getir verið með aðstöðu sem hentar því verkefni sem þú ert að fást við hverju sinni,“ segir hann. Viðmið fjármálaráðuneytisins eiga við um allar opinberar stofnanir og að sögn Karls ganga þau út á þetta, að starfsmenn séu alltaf með þá aðstöðu sem hentar hverju verkefni. „Viðmiðin taka til allra stofnana, það eru auðvitað undantekningar líka en það þarf þá að vera vel rökstutt. Ef einhver þarf einkaskrifstofu, það getur verið af persónulegum ástæðum eða í eðli starfsins, en meginreglan er sú að skrifstofufólk sem vinnur hjá hinu opinbera vinni í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem það hefur aðgang að mismunandi tegundum rýma til þess að vinna þau ólíku störf sem þarf að leysa af hendi.“ Mótmæla nýrri aðstöðu Ekki taka þó allir opinberir starfsmenn þessum breytingum með opnum armi. Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, hóf undirskriftasöfnun til að mótmæla því að akademískt starfsfólk háskólans myndi missa einkaskrifstofur sínar. „Það er ekki hægt að bjóða háskólakennurum upp á þá húsnæðisstefnu sem stjórnvöld hafa sett sér og við munum ekki láta hana yfir okkur ganga,“ segir í undirskriftasöfnuninni sem rúmlega 460 manns hafa skrifað undir þegar þessi frétt er birt. Í viðtali við mbl.is lýsti Arngrímur svo til að mynda áhyggjum af bókunum sem hann notar til sinna rannsókna. Hann sé með átta bókahillur á skrifstofunni sinni sem séu allar fullar af bókum sem hann þarf á að halda á hverjum degi. Nóg pláss fyrir bókahillurnar Karl ræddi um þessi mótmæli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að Arngrímur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að bækurnar komist ekki fyrir í nýju rými. „Nú þekki ég Hús íslenskunnar örugglega betur en flestir og þar eru bara bókahillur úti um alla ganga. Það verður enginn vandi að koma þessum átta bókahillum Arngríms Vídalín fyrir í Húsi íslenskunnar.“ Hann benti þá á að ef starfsmenn þurfa næði þá geti þeir nýtt svokölluð næðisrými. Rekstur hins opinbera Háskólar Vinnustaðurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar, segir að á undanförnum árum hafi margt breyst þegar kemur að vinnuaðstöðu opinberra starfsmanna. „Fyrir tuttugu árum þá var tölvan bara tíu kílóa hlunkur sem þurfti sitt skrifborð, svo var skjárinn eins og túbusjónvarp og margir þurftu að hafa prentara á borðinu, eiginlega allir voru að vinna með mjög mikinn pappír. Að sama skapi þá voru störfin allt öðruvísi líka, það var miklu algengara að fólk væri að vinna við að gera sama hlutinn aftur og aftur. Nú er unnið miklu meira í teymum,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Viðmiðin taki til allra stofnanna Karl segir að því sé mikilvægt að vinnuaðstaða fólks sé sveigjanleg. „Að þú sért ekki bundinn við það að vera einn inni í tuttugu og fimm fermetra rými heldur getir verið með aðstöðu sem hentar því verkefni sem þú ert að fást við hverju sinni,“ segir hann. Viðmið fjármálaráðuneytisins eiga við um allar opinberar stofnanir og að sögn Karls ganga þau út á þetta, að starfsmenn séu alltaf með þá aðstöðu sem hentar hverju verkefni. „Viðmiðin taka til allra stofnana, það eru auðvitað undantekningar líka en það þarf þá að vera vel rökstutt. Ef einhver þarf einkaskrifstofu, það getur verið af persónulegum ástæðum eða í eðli starfsins, en meginreglan er sú að skrifstofufólk sem vinnur hjá hinu opinbera vinni í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem það hefur aðgang að mismunandi tegundum rýma til þess að vinna þau ólíku störf sem þarf að leysa af hendi.“ Mótmæla nýrri aðstöðu Ekki taka þó allir opinberir starfsmenn þessum breytingum með opnum armi. Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, hóf undirskriftasöfnun til að mótmæla því að akademískt starfsfólk háskólans myndi missa einkaskrifstofur sínar. „Það er ekki hægt að bjóða háskólakennurum upp á þá húsnæðisstefnu sem stjórnvöld hafa sett sér og við munum ekki láta hana yfir okkur ganga,“ segir í undirskriftasöfnuninni sem rúmlega 460 manns hafa skrifað undir þegar þessi frétt er birt. Í viðtali við mbl.is lýsti Arngrímur svo til að mynda áhyggjum af bókunum sem hann notar til sinna rannsókna. Hann sé með átta bókahillur á skrifstofunni sinni sem séu allar fullar af bókum sem hann þarf á að halda á hverjum degi. Nóg pláss fyrir bókahillurnar Karl ræddi um þessi mótmæli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að Arngrímur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að bækurnar komist ekki fyrir í nýju rými. „Nú þekki ég Hús íslenskunnar örugglega betur en flestir og þar eru bara bókahillur úti um alla ganga. Það verður enginn vandi að koma þessum átta bókahillum Arngríms Vídalín fyrir í Húsi íslenskunnar.“ Hann benti þá á að ef starfsmenn þurfa næði þá geti þeir nýtt svokölluð næðisrými.
Rekstur hins opinbera Háskólar Vinnustaðurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira