Leikskólakennari í innvistarvanda Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir skrifar 17. mars 2023 08:01 Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun