Fönguðu dauðateygjur verðandi sprengistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 21:55 Myndin James Webb af WR 124 var ein af þeim fyrstu sem sjónaukinn náði eftir að hann var tekinn í notkun í júní 2022. NASA, ESA, CSA, STScI, Webb ERO Production Team Innrautt auga James Webb-geimsjónaukans náði mynd af sjaldséðri og skammlífri tegund risavaxinnar stjörnu í dauðateygjunum. Athuganir sjónaukans veita stjörnufræðingum í fyrsta skipti tækifæri til að fræðast meira um geimryk sem leikur lykilhlutverk í þróun alheimsins. Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni. Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni.
Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira