Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 19:58 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, nálgast nú að lýsa yfir framboði til forseta. Hann þarf nú í fyrsta skipti að svara erfiðum spurningum um sýn sína á utanríkismál, þar á meðal um afstöðu sína til innrásar Rússa í Úkraínu. Vísir/Getty Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. Skoðanakannanir benda til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sé líklegastur til þess að veita Trump keppni um útnefningu repúblikana fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember árið 2024. DeSantis hefur enn ekki lýst formlega yfir framboði en fastlega er gert ráð fyrir að hann geri það á næstunni. Fram að þessu hefur DeSantis vikið sér undan að úttala sig um utanríkismál, þar á meðal innrás Rússa í Úkraínu. Hann svaraði þó spurningum um málefnið í fyrsta skipti með afgerandi hætti í þætti Tuckers Carlson, helsta þáttastjórnanda Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær. Carlson er sjálfur andstæðingur þess að Bandaríkin leggi Úkraínumönnum lið. „Þó að Bandaríkin hafi mörg brýn þjóðaröryggishagsmunamál [...] þá er það ekki eitt af þeim að blanda okkur frekar í deilu Úkraínu og Rússlands um landsvæði,“ sagði í skriflegu svari DeSantis við spurningum Carlson, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Endurspeglar klofning innan Repúblikanaflokksins Skoðun DeSantis endurómar þá sem Trump hefur þegar lýst. Trump sagði það ekki hagsmuni Bandaríkjanna að stöðva Rússa í sínum svörum til Carlsons. Hann hefur áður sagt að hann leyfði Rússum að sölsa undir sig úkraínskt landsvæði ef samið yrði um frið. Í forsetatíð sinni var Trump kærður fyrir embættisbrot þegar hann reyndi að þröngva Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að hjálpa sér að koma óorði á Joe Biden. Það gerði hann með því að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt. Afstaða bæði DeSantis og Trump er í andstöðu við leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði nýlega að fullvalda Úkraína væri þjóðaröryggismál fyrir Bandaríkin. Ágreiningurinn þykir endurspegla vaxandi klofning innan raða Repúblikanaflokksins, á milli hefðbundinna íhaldsmanna sem eru andsnúnir rússneskum hernaðarumsvifum annars vegar og hins vegar nýrrar kynslóðar þingmanna yst á hægri jaðri flokksins sem eru andsnúnir úkraínskum stjórnvöldum og dást jafnvel að Vladímír Pútín Rússlandsforseta. DeSantis er talinn líklegastur til þess að velgja Donald Trump undir uggum í forvali Repúblikanaflokksins. Þeir virðast aðhyllast sömu stefnu í garð Úkraínu.Vísir/Getty Eins og ef Bandaríkin réðust inn í Kanada Sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu þó DeSantis fyrir að lýsa innrásinni sem einhvers konar landamæradeilu í dag, þar á meðal Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Flórída og varaformaður leyniþjónustunefndar þingdeildarinnar.. „Þetta er ekki frekar deila um landsvæði en ef Bandaríkin ákvæðu að þau vildu ráðast inn í Kanada eða taka yfir Bahamaeyjar. Þetta er innrás,“ sagði Rubio í útvarpsviðtali. Í sama streng tók Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu og dyggur stuðningsmaður Trumps. Sagði hann margt hafa farið fram hjá flokkssystkinum sínum ef þau teldu að tilefnislausa og villimannslega innrás Rússa í Úkraínu ekki þjóðaröryggismál Bandaríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sé líklegastur til þess að veita Trump keppni um útnefningu repúblikana fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember árið 2024. DeSantis hefur enn ekki lýst formlega yfir framboði en fastlega er gert ráð fyrir að hann geri það á næstunni. Fram að þessu hefur DeSantis vikið sér undan að úttala sig um utanríkismál, þar á meðal innrás Rússa í Úkraínu. Hann svaraði þó spurningum um málefnið í fyrsta skipti með afgerandi hætti í þætti Tuckers Carlson, helsta þáttastjórnanda Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær. Carlson er sjálfur andstæðingur þess að Bandaríkin leggi Úkraínumönnum lið. „Þó að Bandaríkin hafi mörg brýn þjóðaröryggishagsmunamál [...] þá er það ekki eitt af þeim að blanda okkur frekar í deilu Úkraínu og Rússlands um landsvæði,“ sagði í skriflegu svari DeSantis við spurningum Carlson, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Endurspeglar klofning innan Repúblikanaflokksins Skoðun DeSantis endurómar þá sem Trump hefur þegar lýst. Trump sagði það ekki hagsmuni Bandaríkjanna að stöðva Rússa í sínum svörum til Carlsons. Hann hefur áður sagt að hann leyfði Rússum að sölsa undir sig úkraínskt landsvæði ef samið yrði um frið. Í forsetatíð sinni var Trump kærður fyrir embættisbrot þegar hann reyndi að þröngva Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að hjálpa sér að koma óorði á Joe Biden. Það gerði hann með því að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt. Afstaða bæði DeSantis og Trump er í andstöðu við leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði nýlega að fullvalda Úkraína væri þjóðaröryggismál fyrir Bandaríkin. Ágreiningurinn þykir endurspegla vaxandi klofning innan raða Repúblikanaflokksins, á milli hefðbundinna íhaldsmanna sem eru andsnúnir rússneskum hernaðarumsvifum annars vegar og hins vegar nýrrar kynslóðar þingmanna yst á hægri jaðri flokksins sem eru andsnúnir úkraínskum stjórnvöldum og dást jafnvel að Vladímír Pútín Rússlandsforseta. DeSantis er talinn líklegastur til þess að velgja Donald Trump undir uggum í forvali Repúblikanaflokksins. Þeir virðast aðhyllast sömu stefnu í garð Úkraínu.Vísir/Getty Eins og ef Bandaríkin réðust inn í Kanada Sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu þó DeSantis fyrir að lýsa innrásinni sem einhvers konar landamæradeilu í dag, þar á meðal Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Flórída og varaformaður leyniþjónustunefndar þingdeildarinnar.. „Þetta er ekki frekar deila um landsvæði en ef Bandaríkin ákvæðu að þau vildu ráðast inn í Kanada eða taka yfir Bahamaeyjar. Þetta er innrás,“ sagði Rubio í útvarpsviðtali. Í sama streng tók Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu og dyggur stuðningsmaður Trumps. Sagði hann margt hafa farið fram hjá flokkssystkinum sínum ef þau teldu að tilefnislausa og villimannslega innrás Rússa í Úkraínu ekki þjóðaröryggismál Bandaríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira