Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 17:14 Blóm og kerti hafa verið lögð niður í nágrenni við þar sem lík Luise fannst. Getty/Roberto Pfeil Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir. Stúlkan sem fannst látin heitir Luise en foreldrar hennar höfðu fyrst samband við lögregluna um klukkan 19:45 á laugardaginn. Luise hafði lagt af stað heim frá vini sínum fyrr um daginn en ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma. Ákveðið var að hefja leit að Luise en leitin bar ekki árangur um kvöldið á laugardeginum. Daginn eftir fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Engin merki voru um að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Lík Luise fannst í nágrenni við þessi göng.Getty/Roberto Pfeil Játuðu morðið en verða ekki sóttar til saka Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að tvær stelpur á svipuðum aldri og Luise væru grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti það svo á blaðamannafundi að tólf og þrettán ára stelpurnar væru grunaðar. Samkvæmt Bild játuðu stelpurnar morðið í yfirheyrslu og sönnunargögn styðja við þeirra frásögn. Þar sem sakhæfisaldur er fjórtán ára í Þýskalandi verða stelpurnar tvær ekki sóttar til saka. Viðeigandi yfirvöld munu taka við þeim og sjá um næstu skref. Aðstoðarlögreglustjóri orðlaus Það sem vekur athygli í málinu er að lík Luise fannst ekki á leið hennar heim til sín heldur í um tveggja kílómetra fjarlægð í hina áttina frá húsi vinar hennar. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um ástæðuna fyrir þessu á blaðamannafundinum. Þá kom fram á fundinum að lögreglan væri ekki ennþá búin að finna morðvopnið. Jürgen Süs, aðstoðarlögreglustjóri í Koblenz, segir að þetta mál hafi komið honum í opna skjöldu þrátt fyrir að hann hafi starfað í lögreglunni í rúma fjóra áratugi. Hann sé orðlaus. Sem stendur sé lögreglan ekki að leita að neinum öðrum í tengslum við málið en að sé leitað sönnunargagna. Erlend sakamál Þýskaland Tengdar fréttir Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Stúlkan sem fannst látin heitir Luise en foreldrar hennar höfðu fyrst samband við lögregluna um klukkan 19:45 á laugardaginn. Luise hafði lagt af stað heim frá vini sínum fyrr um daginn en ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma. Ákveðið var að hefja leit að Luise en leitin bar ekki árangur um kvöldið á laugardeginum. Daginn eftir fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Engin merki voru um að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Lík Luise fannst í nágrenni við þessi göng.Getty/Roberto Pfeil Játuðu morðið en verða ekki sóttar til saka Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að tvær stelpur á svipuðum aldri og Luise væru grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti það svo á blaðamannafundi að tólf og þrettán ára stelpurnar væru grunaðar. Samkvæmt Bild játuðu stelpurnar morðið í yfirheyrslu og sönnunargögn styðja við þeirra frásögn. Þar sem sakhæfisaldur er fjórtán ára í Þýskalandi verða stelpurnar tvær ekki sóttar til saka. Viðeigandi yfirvöld munu taka við þeim og sjá um næstu skref. Aðstoðarlögreglustjóri orðlaus Það sem vekur athygli í málinu er að lík Luise fannst ekki á leið hennar heim til sín heldur í um tveggja kílómetra fjarlægð í hina áttina frá húsi vinar hennar. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um ástæðuna fyrir þessu á blaðamannafundinum. Þá kom fram á fundinum að lögreglan væri ekki ennþá búin að finna morðvopnið. Jürgen Süs, aðstoðarlögreglustjóri í Koblenz, segir að þetta mál hafi komið honum í opna skjöldu þrátt fyrir að hann hafi starfað í lögreglunni í rúma fjóra áratugi. Hann sé orðlaus. Sem stendur sé lögreglan ekki að leita að neinum öðrum í tengslum við málið en að sé leitað sönnunargagna.
Erlend sakamál Þýskaland Tengdar fréttir Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17