Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 17:14 Blóm og kerti hafa verið lögð niður í nágrenni við þar sem lík Luise fannst. Getty/Roberto Pfeil Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir. Stúlkan sem fannst látin heitir Luise en foreldrar hennar höfðu fyrst samband við lögregluna um klukkan 19:45 á laugardaginn. Luise hafði lagt af stað heim frá vini sínum fyrr um daginn en ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma. Ákveðið var að hefja leit að Luise en leitin bar ekki árangur um kvöldið á laugardeginum. Daginn eftir fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Engin merki voru um að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Lík Luise fannst í nágrenni við þessi göng.Getty/Roberto Pfeil Játuðu morðið en verða ekki sóttar til saka Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að tvær stelpur á svipuðum aldri og Luise væru grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti það svo á blaðamannafundi að tólf og þrettán ára stelpurnar væru grunaðar. Samkvæmt Bild játuðu stelpurnar morðið í yfirheyrslu og sönnunargögn styðja við þeirra frásögn. Þar sem sakhæfisaldur er fjórtán ára í Þýskalandi verða stelpurnar tvær ekki sóttar til saka. Viðeigandi yfirvöld munu taka við þeim og sjá um næstu skref. Aðstoðarlögreglustjóri orðlaus Það sem vekur athygli í málinu er að lík Luise fannst ekki á leið hennar heim til sín heldur í um tveggja kílómetra fjarlægð í hina áttina frá húsi vinar hennar. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um ástæðuna fyrir þessu á blaðamannafundinum. Þá kom fram á fundinum að lögreglan væri ekki ennþá búin að finna morðvopnið. Jürgen Süs, aðstoðarlögreglustjóri í Koblenz, segir að þetta mál hafi komið honum í opna skjöldu þrátt fyrir að hann hafi starfað í lögreglunni í rúma fjóra áratugi. Hann sé orðlaus. Sem stendur sé lögreglan ekki að leita að neinum öðrum í tengslum við málið en að sé leitað sönnunargagna. Erlend sakamál Þýskaland Tengdar fréttir Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Stúlkan sem fannst látin heitir Luise en foreldrar hennar höfðu fyrst samband við lögregluna um klukkan 19:45 á laugardaginn. Luise hafði lagt af stað heim frá vini sínum fyrr um daginn en ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma. Ákveðið var að hefja leit að Luise en leitin bar ekki árangur um kvöldið á laugardeginum. Daginn eftir fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Engin merki voru um að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Lík Luise fannst í nágrenni við þessi göng.Getty/Roberto Pfeil Játuðu morðið en verða ekki sóttar til saka Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að tvær stelpur á svipuðum aldri og Luise væru grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti það svo á blaðamannafundi að tólf og þrettán ára stelpurnar væru grunaðar. Samkvæmt Bild játuðu stelpurnar morðið í yfirheyrslu og sönnunargögn styðja við þeirra frásögn. Þar sem sakhæfisaldur er fjórtán ára í Þýskalandi verða stelpurnar tvær ekki sóttar til saka. Viðeigandi yfirvöld munu taka við þeim og sjá um næstu skref. Aðstoðarlögreglustjóri orðlaus Það sem vekur athygli í málinu er að lík Luise fannst ekki á leið hennar heim til sín heldur í um tveggja kílómetra fjarlægð í hina áttina frá húsi vinar hennar. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um ástæðuna fyrir þessu á blaðamannafundinum. Þá kom fram á fundinum að lögreglan væri ekki ennþá búin að finna morðvopnið. Jürgen Süs, aðstoðarlögreglustjóri í Koblenz, segir að þetta mál hafi komið honum í opna skjöldu þrátt fyrir að hann hafi starfað í lögreglunni í rúma fjóra áratugi. Hann sé orðlaus. Sem stendur sé lögreglan ekki að leita að neinum öðrum í tengslum við málið en að sé leitað sönnunargagna.
Erlend sakamál Þýskaland Tengdar fréttir Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14. mars 2023 13:17