Tekist á um dánarbú Leonards Cohen Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. mars 2023 14:01 Leonard Cohen lést árið 2016, 82 ára gamall. Hann var afkastamikið ljóðskáld þegar hann var ungur, en fór ekki að syngja og gefa út plötur fyrr en á fertugsaldri. Jim Dyson/Getty Images Einkaerfingjar kanadíska ljóðskáldsins og tónlistarmannsins Leonards Cohen saka umboðsmann söngvarans um að reyna að ræna dánarbúinu innan frá. Dánarbúið er metið á tæpar 50 milljónir dala og þessa dagana er tekist á um það fyrir dómstólum í Los Angeles. Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala. Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala.
Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25
Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05