Frá þessu greindi ÍA á samfélagsmiðlum sínum. Þar segir: „Eyjólfur hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála en hann hefur komið að knattspyrnuþjálfun yngri flokka og hefur verið að sækja réttindi sem þjálfari.“
Eyjólfur Vilbert starfaði sem sparisjóðsstjóri Suður- Þingeyinga þangað til á síðari hluta síðasta árs. Þá sótti hann um starf ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.
„Hann þekkir vel til Vesturlands þar sem hann bjó á Hvanneyri og starfaði bæði sem svæðis- og útibússtjóri og forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Arion banka í Borgarnesi á árunum 2009 – 2019. Hann og hefur einnig verið í eigin rekstri hjá félagi sínu Krosshús ehf, við ráðgjöf til fyrirtækja um fjármál og fjárfestingar, ásamt sölu og ráðgjöf vegna fasteignaviðskipta. Eyjólfur er með M.Sc. gráðu í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík [2009] auk menntunar í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands [2002],“ segir einnig í tilkynningu ÍA.
ÍA leikur í Lengjudeild karla og 2. deild kvenna á komandi leiktíð.