Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 12:18 Mörg stórútgerðarfyrirtæki og bankar hafa skilað milljarða hagnaði undanfarin ár og fjármagnstekjur hafa aukist. Vísir/Vilhelm Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi. Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi.
Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira
Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23
Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25