Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 08:50 Trump hvatti stuðningsmenn sína til að fjölmenna að þinghúsinu 6. janúar 2021. Beint eftir ræðuna fóru þúsundir þeirra að þinghúsinu, slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. AP/Evan Vucci Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira