Pétur er uppalinn hjá Gróttu og hefur lengst af ferilsins leikið með liðinu. Hann var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar þegar Seltirningar unnu hana 2019 og lék svo með þeim í efstu deild tímabilið á eftir.
Sumarið 2021 var Pétur svo aftur markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar og gekk eftir það tímabil til liðs við Breiðablik. Hann spilaði hins vegar ekkert með Blikum í fyrra því hann sleit krossband í hné á síðasta undirbúningstímabili.
Pétur er nú kominn aftur heim í Gróttu sem endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Grótta kynnti hann til leiks með skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan.
The return pic.twitter.com/OqJnk2K8CD
— Grótta knattspyrna (@Grottasport) February 28, 2023
Pétur, sem er 27 ára, hefur leikið 136 deildarleiki á Íslandi og skorað 61 mark. Auk þess hefur hann spilað nítján bikarleiki og skorað átján mörk.