Hrós getur gert kraftaverk Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2023 07:01 Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins.
Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun