Hrós getur gert kraftaverk Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2023 07:01 Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins.
Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun