Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags Máni Snær Þorláksson skrifar 27. febrúar 2023 21:47 Þórarinn Leifsson leiðsögumaður. Bylgjan Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“ Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka skrýtið bragð af neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“
Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka skrýtið bragð af neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira