Að dýpka gjána Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 08:31 Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Byggðamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun