Það er munur á Tene og Tortóla Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. febrúar 2023 14:01 Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Íslenska krónan Verðlag Húsnæðismál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun