Hópurinn „Led By Donkeys“ stóð fyrir athæfinu og sögðust meðlimirnir vilja minna á rétt Úkraínumanna til sjálfstæðis. Á morgun sé ár liðið frá innrás Rússa.
Rúmlega þrjú hundruð lítrum af gulri og blárri málningu var hellt á götuna, Bayswater Road, og sá umferðin um að dreifa málningunni að miklu leyti. Eins og fyrr segir voru fjórir handteknir, þrír karlmenn og ein kona. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Hópurinn birti myndband á Twitter sem sýnir gjörninginn.
Solidarity with Ukraine
— Led By Donkeys (@ByDonkeys) February 23, 2023
(Russian Embassy, London) pic.twitter.com/efRXKgDuqV