Þingmenn úr öllum flokkum styðja tillögu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 09:00 Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Úkraína Utanríkismál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun