Deila um „eðlilega hlaupaleið“ úr vinnu og heim til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 08:34 Maðurinn starfaði hjá borginni í Laugardal og hljóp jafnan Sæbrautina og Seltjarnarneshringinn á leiðinni heim til sín í vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni um áfrýjunarleyfi í máli þar sem deilt er um hvort að hlaupaleið starfsmanns Reykjavíkurborgar hafi verið „eðlileg“ á leið hans heim úr vinnunni þegar hann ekið var á hann þar sem hann fór yfir Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur og slasaðist. Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis.
Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira