Nýjasta ástæða til að breyta íslensku klukkunni er frá hönnuði í New York Snorri Másson skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Sigurður Oddsson, Siggi Odds, er á meðal virtari hönnuða Íslendinga. Hann útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2008, fór að vinna hjá Jónsson og Lemacks’, vann sig upp þar og var loks á meðal þeirra sem leiddu ímyndar- og vörumerkjaþróunina þar. Samhliða því vann Sigurður talsvert sjálfstætt með íslenskum listamönnum úr öllum áttum - en átti þann draum að komast á stóra sviðið í New York. Draumurinn rættist; fyrst vann Siggi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í New York frá Íslandi og svo flutti hann að lokum út fyrir nokkrum árum. Reynslan af fjarvinnu gerði hann að talsmanni þess að breyta klukkunni. Sigurður Oddsson grafískur hönnuður færir rök fyrir því að breyta skuli klukkunni á Íslandi í samtali við Ísland í dag. Viðtal við hann má sjá hér að ofan en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu í innslaginu.Hönnunarmiðstöð Nú býr Sigurður í New York og talar fyrir því í samtali við Ísland í dag, að klukkan á Íslandi sé færð í átt til bandarísks tíma. Ísland í dag rak augun í tíst frá hönnuðinum þar sem hann lýsti því að seinkun klukkunnar um tvo tíma myndi skipta sköpum fyrir menn í hans stöðu - sem vilja hafa þann kost að vinna á Íslandi í fjarvinnu fyrir bandarískt fyrirtæki. Stofan hannar fyrir M&M, Burger King og Budweiser Siggi vinnur hjá enskri alþjóðlegri hönnunarstofu, Jones Knowles Ritchie, sem er með skrifstofur í Bandaríkjunum. Stofan er umsvifamikil í vörumerkjahönnun fyrir fyrirtæki sem síðan framleiða umbúðir fyrir neysluvörur. Þar eru viðskiptavinirnir engir aðrir en Heinz, Burger King, M&M og Budweiser. Sigurður kveðst ekki vita hve lengi hann endist sem New York-búi. Þá væri óskandi að geta unnið áfram hjá erlendum fyrirtækjum að heiman frá Íslandi - sem væri einkar heppilegt ef klukkunni á Íslandi væri seinkað um tvo tíma - þá væri aðeins þriggja tíma munur á New York og Reykjavík. Af hverju að ferðast til vinnu í klukkustund hvora leið á hverjum degi, þegar hægt er að verja sama tíma með börnum sínum, spyr Sigurður.Aðsend mynd „Ég held að þetta sé svolítið breyttur heimur núna. Þetta var ekkert sem fólk var að tala um fyrir Covid-19, þetta er bara eitthvað sem gerðist núna í Covid, að fólk er að vinna miklu meira að heiman sérstaklega hérna í Bandaríkjunum. Það er eitthvað sem ég held að Ísland kveikti ekki beint á. Af því að samkomubannið og allt það var stutt á Íslandi miðað við Bandaríkin. Það komst aldrei á þessi fílingur að fólk vandist því að vinna heima hjá sér og fattaði hvað það er næs,“ segir Sigurður. Fjöldi fólks vinni nú í fjarvinnu þótt fyrirtækið sé í næsta nágrenni. Sjálfur sparar Sigurður sér tíma í umferðinni með því að vinna heima flesta daga vikunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í innslaginu hér efst, en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu innslagsins. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Bandaríkin Fjarvinna Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. 29. mars 2022 08:31 Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. 16. mars 2022 10:50 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Samhliða því vann Sigurður talsvert sjálfstætt með íslenskum listamönnum úr öllum áttum - en átti þann draum að komast á stóra sviðið í New York. Draumurinn rættist; fyrst vann Siggi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í New York frá Íslandi og svo flutti hann að lokum út fyrir nokkrum árum. Reynslan af fjarvinnu gerði hann að talsmanni þess að breyta klukkunni. Sigurður Oddsson grafískur hönnuður færir rök fyrir því að breyta skuli klukkunni á Íslandi í samtali við Ísland í dag. Viðtal við hann má sjá hér að ofan en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu í innslaginu.Hönnunarmiðstöð Nú býr Sigurður í New York og talar fyrir því í samtali við Ísland í dag, að klukkan á Íslandi sé færð í átt til bandarísks tíma. Ísland í dag rak augun í tíst frá hönnuðinum þar sem hann lýsti því að seinkun klukkunnar um tvo tíma myndi skipta sköpum fyrir menn í hans stöðu - sem vilja hafa þann kost að vinna á Íslandi í fjarvinnu fyrir bandarískt fyrirtæki. Stofan hannar fyrir M&M, Burger King og Budweiser Siggi vinnur hjá enskri alþjóðlegri hönnunarstofu, Jones Knowles Ritchie, sem er með skrifstofur í Bandaríkjunum. Stofan er umsvifamikil í vörumerkjahönnun fyrir fyrirtæki sem síðan framleiða umbúðir fyrir neysluvörur. Þar eru viðskiptavinirnir engir aðrir en Heinz, Burger King, M&M og Budweiser. Sigurður kveðst ekki vita hve lengi hann endist sem New York-búi. Þá væri óskandi að geta unnið áfram hjá erlendum fyrirtækjum að heiman frá Íslandi - sem væri einkar heppilegt ef klukkunni á Íslandi væri seinkað um tvo tíma - þá væri aðeins þriggja tíma munur á New York og Reykjavík. Af hverju að ferðast til vinnu í klukkustund hvora leið á hverjum degi, þegar hægt er að verja sama tíma með börnum sínum, spyr Sigurður.Aðsend mynd „Ég held að þetta sé svolítið breyttur heimur núna. Þetta var ekkert sem fólk var að tala um fyrir Covid-19, þetta er bara eitthvað sem gerðist núna í Covid, að fólk er að vinna miklu meira að heiman sérstaklega hérna í Bandaríkjunum. Það er eitthvað sem ég held að Ísland kveikti ekki beint á. Af því að samkomubannið og allt það var stutt á Íslandi miðað við Bandaríkin. Það komst aldrei á þessi fílingur að fólk vandist því að vinna heima hjá sér og fattaði hvað það er næs,“ segir Sigurður. Fjöldi fólks vinni nú í fjarvinnu þótt fyrirtækið sé í næsta nágrenni. Sjálfur sparar Sigurður sér tíma í umferðinni með því að vinna heima flesta daga vikunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í innslaginu hér efst, en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu innslagsins.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Bandaríkin Fjarvinna Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. 29. mars 2022 08:31 Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. 16. mars 2022 10:50 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. 29. mars 2022 08:31
Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. 16. mars 2022 10:50
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24