Nýjasta ástæða til að breyta íslensku klukkunni er frá hönnuði í New York Snorri Másson skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Sigurður Oddsson, Siggi Odds, er á meðal virtari hönnuða Íslendinga. Hann útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2008, fór að vinna hjá Jónsson og Lemacks’, vann sig upp þar og var loks á meðal þeirra sem leiddu ímyndar- og vörumerkjaþróunina þar. Samhliða því vann Sigurður talsvert sjálfstætt með íslenskum listamönnum úr öllum áttum - en átti þann draum að komast á stóra sviðið í New York. Draumurinn rættist; fyrst vann Siggi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í New York frá Íslandi og svo flutti hann að lokum út fyrir nokkrum árum. Reynslan af fjarvinnu gerði hann að talsmanni þess að breyta klukkunni. Sigurður Oddsson grafískur hönnuður færir rök fyrir því að breyta skuli klukkunni á Íslandi í samtali við Ísland í dag. Viðtal við hann má sjá hér að ofan en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu í innslaginu.Hönnunarmiðstöð Nú býr Sigurður í New York og talar fyrir því í samtali við Ísland í dag, að klukkan á Íslandi sé færð í átt til bandarísks tíma. Ísland í dag rak augun í tíst frá hönnuðinum þar sem hann lýsti því að seinkun klukkunnar um tvo tíma myndi skipta sköpum fyrir menn í hans stöðu - sem vilja hafa þann kost að vinna á Íslandi í fjarvinnu fyrir bandarískt fyrirtæki. Stofan hannar fyrir M&M, Burger King og Budweiser Siggi vinnur hjá enskri alþjóðlegri hönnunarstofu, Jones Knowles Ritchie, sem er með skrifstofur í Bandaríkjunum. Stofan er umsvifamikil í vörumerkjahönnun fyrir fyrirtæki sem síðan framleiða umbúðir fyrir neysluvörur. Þar eru viðskiptavinirnir engir aðrir en Heinz, Burger King, M&M og Budweiser. Sigurður kveðst ekki vita hve lengi hann endist sem New York-búi. Þá væri óskandi að geta unnið áfram hjá erlendum fyrirtækjum að heiman frá Íslandi - sem væri einkar heppilegt ef klukkunni á Íslandi væri seinkað um tvo tíma - þá væri aðeins þriggja tíma munur á New York og Reykjavík. Af hverju að ferðast til vinnu í klukkustund hvora leið á hverjum degi, þegar hægt er að verja sama tíma með börnum sínum, spyr Sigurður.Aðsend mynd „Ég held að þetta sé svolítið breyttur heimur núna. Þetta var ekkert sem fólk var að tala um fyrir Covid-19, þetta er bara eitthvað sem gerðist núna í Covid, að fólk er að vinna miklu meira að heiman sérstaklega hérna í Bandaríkjunum. Það er eitthvað sem ég held að Ísland kveikti ekki beint á. Af því að samkomubannið og allt það var stutt á Íslandi miðað við Bandaríkin. Það komst aldrei á þessi fílingur að fólk vandist því að vinna heima hjá sér og fattaði hvað það er næs,“ segir Sigurður. Fjöldi fólks vinni nú í fjarvinnu þótt fyrirtækið sé í næsta nágrenni. Sjálfur sparar Sigurður sér tíma í umferðinni með því að vinna heima flesta daga vikunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í innslaginu hér efst, en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu innslagsins. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Bandaríkin Fjarvinna Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. 29. mars 2022 08:31 Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. 16. mars 2022 10:50 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Samhliða því vann Sigurður talsvert sjálfstætt með íslenskum listamönnum úr öllum áttum - en átti þann draum að komast á stóra sviðið í New York. Draumurinn rættist; fyrst vann Siggi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í New York frá Íslandi og svo flutti hann að lokum út fyrir nokkrum árum. Reynslan af fjarvinnu gerði hann að talsmanni þess að breyta klukkunni. Sigurður Oddsson grafískur hönnuður færir rök fyrir því að breyta skuli klukkunni á Íslandi í samtali við Ísland í dag. Viðtal við hann má sjá hér að ofan en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu í innslaginu.Hönnunarmiðstöð Nú býr Sigurður í New York og talar fyrir því í samtali við Ísland í dag, að klukkan á Íslandi sé færð í átt til bandarísks tíma. Ísland í dag rak augun í tíst frá hönnuðinum þar sem hann lýsti því að seinkun klukkunnar um tvo tíma myndi skipta sköpum fyrir menn í hans stöðu - sem vilja hafa þann kost að vinna á Íslandi í fjarvinnu fyrir bandarískt fyrirtæki. Stofan hannar fyrir M&M, Burger King og Budweiser Siggi vinnur hjá enskri alþjóðlegri hönnunarstofu, Jones Knowles Ritchie, sem er með skrifstofur í Bandaríkjunum. Stofan er umsvifamikil í vörumerkjahönnun fyrir fyrirtæki sem síðan framleiða umbúðir fyrir neysluvörur. Þar eru viðskiptavinirnir engir aðrir en Heinz, Burger King, M&M og Budweiser. Sigurður kveðst ekki vita hve lengi hann endist sem New York-búi. Þá væri óskandi að geta unnið áfram hjá erlendum fyrirtækjum að heiman frá Íslandi - sem væri einkar heppilegt ef klukkunni á Íslandi væri seinkað um tvo tíma - þá væri aðeins þriggja tíma munur á New York og Reykjavík. Af hverju að ferðast til vinnu í klukkustund hvora leið á hverjum degi, þegar hægt er að verja sama tíma með börnum sínum, spyr Sigurður.Aðsend mynd „Ég held að þetta sé svolítið breyttur heimur núna. Þetta var ekkert sem fólk var að tala um fyrir Covid-19, þetta er bara eitthvað sem gerðist núna í Covid, að fólk er að vinna miklu meira að heiman sérstaklega hérna í Bandaríkjunum. Það er eitthvað sem ég held að Ísland kveikti ekki beint á. Af því að samkomubannið og allt það var stutt á Íslandi miðað við Bandaríkin. Það komst aldrei á þessi fílingur að fólk vandist því að vinna heima hjá sér og fattaði hvað það er næs,“ segir Sigurður. Fjöldi fólks vinni nú í fjarvinnu þótt fyrirtækið sé í næsta nágrenni. Sjálfur sparar Sigurður sér tíma í umferðinni með því að vinna heima flesta daga vikunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í innslaginu hér efst, en það hefst á tuttugustu og fyrstu mínútu innslagsins.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Bandaríkin Fjarvinna Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. 29. mars 2022 08:31 Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. 16. mars 2022 10:50 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. 29. mars 2022 08:31
Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. 16. mars 2022 10:50
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24