Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2023 20:10 Á meðan að viðtalið átti sér stað óku nokkrir bílar yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. vísir/samsett Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“ Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“
Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira