Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2023 20:10 Á meðan að viðtalið átti sér stað óku nokkrir bílar yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. vísir/samsett Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“ Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“
Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent