Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 22-23 | ÍBV síðasta liðið í Höllina Andri Már Eggertsson skrifar 10. febrúar 2023 20:00 ÍBV fagnaði í leikslok. Vísir/Diego ÍBV tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Powerade-bikarsins þegar liðið vann eins marks útisigur á Stjörnunni 22-23. Eyjakonur voru yfir allan leikinn og þrátt fyrir að Stjarnan hafi komið til baka og ógnaði forskoti ÍBV var sigurinn verðskuldaður. Gestirnir frá Vestmannaeyjum tóku frumkvæðið í leiknum. Einu marki yfir datt vörn ÍBV í gang sem skilaði sér með auðveldum mörkum sóknarlega. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik en það skilaði ekki sama árangri og Hrannar hefði óskað og ÍBV komst fjórum mörkum yfir. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þrátt fyrir stífan varnarleik Eyjakvenna.Vísir/Diego Ákefð leiksins datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Bæði lið voru að tapa boltanum mikið og þá sérstaklega Stjarnan sem tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma mörkum á töfluna og það voru aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í fyrri hálfleik. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 7-12. ÍBV komst sex mörkum yfir 9-15 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Verandi með gott forskot missti ÍBV neistann og fór að gefa eftir en Stjörnunni tókst ekki að setja meiri pressu á ÍBV en það að forskot gestanna fór minnst niður í fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir reynir að koma skoti að marki.Vísir/Diego Stjarnan sýndi sínar bestu hliðar á síðustu fimmtán mínútunum. Varnarleikur heimakvenna varð betri og leiðtogar Stjörnunnar fóru að taka meira til sín sóknarlega sem skilaði sér í mörkum. Í stöðunni 18-20 tók Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. Stjarnan tapaði boltanum í staðinn fyrir að minnka muninn niður í eitt mark og Hrannar var ekki sáttur með sóknina og sparkaði í stól. ÍBV þurfti að þjást á lokamínútunum þar sem Stjarnan var nálægt því að jafna leikinn en niðurstaðan var eins marks sigur ÍBV 22-23. Síðasta skot leiksins.Vísir/Diego Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var afar þéttur og vel skipulagður. ÍBV náði að soga alla orku úr Stjörnunni með öflugum varnarleik og neyddi Stjörnuna í marga tapaða bolta í fyrri hálfleik. ÍBV þurfti að þjást í seinni hálfleik þegar Stjarnan kom til baka en Eyjakonur gerðu vel í að skora á mikilvægum augnablikum þegar lítið var eftir. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Elíasdóttir var allt í öllu á báðum endum vallarins. Elísa spilaði öfluga vörn og var með flestar löglegar stöðvanir ásamt því skoraði hún 3 mörk. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sex mörk en hún spilaði einnig vel í vörn og stal 4 boltum. Elísa og tungan áttu góðan leik í kvöld.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var slakur. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk og tapaði tíu boltum. Það kostaði mikla orku hjá Stjörnunni að koma til baka og á endanum var það bara eitt mark sem vantaði til að kreista út framlengingu Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Olís deild-kvenna á sunnudaginn klukkan 12:30 í Vestmannaeyjum. Sóknarleikurinn varð okkur að falli Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði leikinn.Vísir/Diego „Þetta hefur verið sagan okkar eftir áramót við byrjum ekki leiki fyrr en eftir tíu mínútur og sóknarleikurinn var stífur og við vorum með 16 tapaða bolta. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld þar sem vörnin stóð alveg en svona er þetta,“ sagði Hrannar Guðmundsson. Stjarnan tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik og Hrannar var ekki ánægður með hvernig Stjarnan var að tapa boltanum. „Við vorum með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik og þrjá á fyrstu tíu mínútunum í einhverjum lélegum hraðaupphlaupum. Við sýndum karakter að koma til baka en það telur ekki rassgat.“ Stjarnan kom til baka á síðustu fimmtán mínútunum og minnkaði forskot ÍBV niður í eitt mark en nær komst Stjarnan ekki. „Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og svo kom var karakter í liðinu í lokin. Mér fannst við vera að skjóta illa. ÍBV spilaði flata vörn og það þarf að skjóta á markið og við þurfum að vera betri í því. Myndir Darija Zecevic.Vísir/Diego Birna Berg Haraldsdóttir.Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska.Vísir/Diego Allt reynt.Vísir/Diego Eva Björk Davíðsdóttir.Vísir/Diego Britney Emilie Florianne Cots í baráttunni.Vísir/Diego Powerade-bikarinn Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Gestirnir frá Vestmannaeyjum tóku frumkvæðið í leiknum. Einu marki yfir datt vörn ÍBV í gang sem skilaði sér með auðveldum mörkum sóknarlega. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik en það skilaði ekki sama árangri og Hrannar hefði óskað og ÍBV komst fjórum mörkum yfir. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þrátt fyrir stífan varnarleik Eyjakvenna.Vísir/Diego Ákefð leiksins datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Bæði lið voru að tapa boltanum mikið og þá sérstaklega Stjarnan sem tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma mörkum á töfluna og það voru aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í fyrri hálfleik. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 7-12. ÍBV komst sex mörkum yfir 9-15 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Verandi með gott forskot missti ÍBV neistann og fór að gefa eftir en Stjörnunni tókst ekki að setja meiri pressu á ÍBV en það að forskot gestanna fór minnst niður í fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir reynir að koma skoti að marki.Vísir/Diego Stjarnan sýndi sínar bestu hliðar á síðustu fimmtán mínútunum. Varnarleikur heimakvenna varð betri og leiðtogar Stjörnunnar fóru að taka meira til sín sóknarlega sem skilaði sér í mörkum. Í stöðunni 18-20 tók Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. Stjarnan tapaði boltanum í staðinn fyrir að minnka muninn niður í eitt mark og Hrannar var ekki sáttur með sóknina og sparkaði í stól. ÍBV þurfti að þjást á lokamínútunum þar sem Stjarnan var nálægt því að jafna leikinn en niðurstaðan var eins marks sigur ÍBV 22-23. Síðasta skot leiksins.Vísir/Diego Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var afar þéttur og vel skipulagður. ÍBV náði að soga alla orku úr Stjörnunni með öflugum varnarleik og neyddi Stjörnuna í marga tapaða bolta í fyrri hálfleik. ÍBV þurfti að þjást í seinni hálfleik þegar Stjarnan kom til baka en Eyjakonur gerðu vel í að skora á mikilvægum augnablikum þegar lítið var eftir. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Elíasdóttir var allt í öllu á báðum endum vallarins. Elísa spilaði öfluga vörn og var með flestar löglegar stöðvanir ásamt því skoraði hún 3 mörk. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sex mörk en hún spilaði einnig vel í vörn og stal 4 boltum. Elísa og tungan áttu góðan leik í kvöld.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var slakur. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk og tapaði tíu boltum. Það kostaði mikla orku hjá Stjörnunni að koma til baka og á endanum var það bara eitt mark sem vantaði til að kreista út framlengingu Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Olís deild-kvenna á sunnudaginn klukkan 12:30 í Vestmannaeyjum. Sóknarleikurinn varð okkur að falli Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði leikinn.Vísir/Diego „Þetta hefur verið sagan okkar eftir áramót við byrjum ekki leiki fyrr en eftir tíu mínútur og sóknarleikurinn var stífur og við vorum með 16 tapaða bolta. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld þar sem vörnin stóð alveg en svona er þetta,“ sagði Hrannar Guðmundsson. Stjarnan tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik og Hrannar var ekki ánægður með hvernig Stjarnan var að tapa boltanum. „Við vorum með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik og þrjá á fyrstu tíu mínútunum í einhverjum lélegum hraðaupphlaupum. Við sýndum karakter að koma til baka en það telur ekki rassgat.“ Stjarnan kom til baka á síðustu fimmtán mínútunum og minnkaði forskot ÍBV niður í eitt mark en nær komst Stjarnan ekki. „Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og svo kom var karakter í liðinu í lokin. Mér fannst við vera að skjóta illa. ÍBV spilaði flata vörn og það þarf að skjóta á markið og við þurfum að vera betri í því. Myndir Darija Zecevic.Vísir/Diego Birna Berg Haraldsdóttir.Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska.Vísir/Diego Allt reynt.Vísir/Diego Eva Björk Davíðsdóttir.Vísir/Diego Britney Emilie Florianne Cots í baráttunni.Vísir/Diego
Powerade-bikarinn Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti