Sneru við niðurstöðu um hærri bætur þrátt fyrir fyrirvara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 23:00 Hæstiréttur sneri við dómum héraðsdóms og Landsréttar með dómi sínum í dag. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað tryggingarfélagið Sjóvá af kröfum háseta sem hafði bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti fengið hærri bætur vegna fyrirvara um síðara örorkumat sem gæti leitt til hærri bóta. Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira
Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27