Sneru við niðurstöðu um hærri bætur þrátt fyrir fyrirvara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 23:00 Hæstiréttur sneri við dómum héraðsdóms og Landsréttar með dómi sínum í dag. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað tryggingarfélagið Sjóvá af kröfum háseta sem hafði bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti fengið hærri bætur vegna fyrirvara um síðara örorkumat sem gæti leitt til hærri bóta. Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent