Bætti Íslandsmetið tvisvar á átta dögum og ætlar yfir átján metrana og á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir ætlar sér að kasta yfir átján metra áður en hún útskrifast úr Rice háskólanum. rice Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur bætt eigið Íslandsmet í kúluvarpi tvisvar sinnum á rúmri viku. Hún ætlar sér að kasta yfir átján metra og segir raunhæft að komast á komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira