Bætti Íslandsmetið tvisvar á átta dögum og ætlar yfir átján metrana og á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir ætlar sér að kasta yfir átján metra áður en hún útskrifast úr Rice háskólanum. rice Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur bætt eigið Íslandsmet í kúluvarpi tvisvar sinnum á rúmri viku. Hún ætlar sér að kasta yfir átján metra og segir raunhæft að komast á komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti